Home Fréttir Í fréttum Vilja innrétta íbúðir við Austurvöll

Vilja innrétta íbúðir við Austurvöll

79
0
Núna eru reknir vinsælir veitingastaðir í húsunum tveimur, Enski barinn og Duck&Rose. mbl.is/sisi

Reit­ir fast­eigna­fé­lag hef­ur sent Reykja­vík­ur­borg fyr­ir­spurn um hvort breyta megi efri hæðum húsa á lóð 12-14 við Aust­ur­stræti í íbúðir sam­kvæmt upp­drátt­um THG arki­tekta. Þær eru ætlaðar til lang­tíma­leigu enda skamm­tíma­leiga óheim­il á svæðinu.

<>

Alþingi hef­ur leigt hæðir í hús­un­um en starf­sem­in verður flutt í nýtt hús Alþing­is við Von­ar­stræti síðar á þessu ári. Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í fyr­ir­spurn­ina en með skil­yrðum.

Um­rædd hús eru í hjarta Reykja­vík­ur, milli Aust­ur­stræt­is og Aust­ur­vall­ar. Norðan­meg­in við hús­in er mjög skjól­sælt svæði og á sól­rík­um sum­ar­dög­um er vin­sælt að sitja þar ut­an­dyra og njóta veit­inga.

Verk­efna­stjóri skipu­lags­full­trúa bend­ir á í um­sögn sinni að um sé að ræða verndaða götu­mynd og hús­in séu ým­ist friðuð eða um­sagn­ar­skyld.

Þurfi að leita til Minja­stofn­un­ar

Um­sækj­andi þarf því að leita til Minja­stofn­un­ar Íslands vegna breyt­inga sem lagðar eru til á hús­un­um. Fara þurfi var­lega í all­ar breyt­ing­ar og skal um­sögn Minja­stofn­un­ar fylgja um­sókn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.

Verk­efna­stjór­inn seg­ir að í til­lög­unni séu sýnd­ar 28 íbúðir, en aðeins tvær eru stærri en 70 fer­metr­ar. Meðal­stærð miðað við upp­gefna íbúðarfer­metra sé u.þ.b. 54 fer­metr­ar.

Ekki er tekið und­ir að íbúðarstærðir séu fjöl­breytt­ar, eins og fram kem­ur í fyr­ir­spurn, held­ur séu flest­ar mjög litl­ar.

Gefa þurfi upp hlut­falls­skipt­ingu íbúða miðað við her­bergja­fjölda og sýna þannig fram á blönd­un íbúðargerða. Skipu­lags­full­trúi muni þá taka taka af­stöðu til henn­ar og heild­ar­fjölda íbúða í hús­un­um.

Meira um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is