Home Fréttir Í fréttum Búrfellsvegur tilbúinn í lok mánaðarins

Búrfellsvegur tilbúinn í lok mánaðarins

149
0
Skipta þurfti um flest ræsi í veginum. Ljósmynd/Vegagerðin

Framkvæmdum við Búrfellsveg, frá Klausturhólum að Búrfelli lýkur í lok mánaðarins. Verktaki er Suðurtak ehf, sem átti lægsta boð í verkið, 179 milljónir króna sem var um 30 milljónum undir áætluðum verktakakostnaði.

<>

„Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. Þær hófust í ágúst í fyrra en þar sem vorið var mjög kalt tafðist verkið um nokkrar vikur,“ segir Aron Bjarnason, umsjónarmaður verksins hjá Vegagerðinni. Verklok áttu að vera 15. júní síðastliðinn en verða í lok júlímánaðar.

Framkvæmdin nær yfir 4,25 km kafla þar sem áður var hefðbundinn malarvegur. Verkið fólst í styrkingu og klæðingu bundins slitlags ásamt lagfæringu núverandi vegar í 6 m breiðan veg. Endurnýja þurfti flest ræsi í veginum, færa nokkrar vegtengingar og á kafla hliðraðist vegurinn allur og er þar um alveg nýjan veg að ræða. Einnig voru girðingar færðar og lagaðar.

Búrfellsvegur, áður en framkvæmdirnar hófust. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Umferð um Búrfellsveg er ekki þung. Meðalumferð á dag yfir árið er um 234 bílar en hins vegar hefur umferð þungra bíla aukist nokkuð um þennan veg síðastliðin ár.

Þetta kemur fram í framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Heimild: Sunnlenska.is