Home Fréttir Í fréttum Topphóll ekki skráður sem fornleifar og nýtur því ekki friðunar

Topphóll ekki skráður sem fornleifar og nýtur því ekki friðunar

49
0
Topphóll. RÚV – Rúnar Snær Reynisson

Ekkert er ritað um álfakirkju í Topphól ef farið er 100 ár aftur í tímann. Hóllinn flokkast því ekki til fornleifa sem þýðir að það er ekki í valdi Minjastofnunar að ákveða hvort hóllinn standi eða fari. Til stendur að ryðja burt hólnum.

<>

Hóll sem nefnist Topphóll og stendur í Hornafirði er ekki skráður sem fornleifar í fornleifaskrám og er því ekki friðaður.

Til stendur að sprengja og ryðja burt hólnum til að rýma fyrir nýjum vegi, en samkvæmt gamalli trú heimamanna á að vera álfakirkja í honum.

Í lögum um menningarminjar er kveðið á um að minjar eldri en 100 ára séu friðaðar og getur það átt við álagabletti og aðra staði og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú og þjóðsagnarhefð.

Menningarmiðstöð Hornafjarðar lagðist í heimildavinnu og naut krafta minjavarðar Austurlands og fleira fólks eftir að ábending barst Minjastofnun um að í örnefnaskrá Dilksness frá árinu 1973 hefði Topphóll verið kallaður álfakirkja.

Afrakstur þeirrar vinnu leiddi í ljós ekkert væri minnst á þjóðsögur í tengslum við Topphól í ritum 100 ára og eldri.

Því flokkast hóllinn ekki til fornleifa og heyrir hann því ekki undir stjórnsýslu Minjastofnunar lögum samkvæmt. Því stendur ekkert í vegi fyrir að hólnum verði rutt úr vegi.

Heimild: Ruv.is