Home Fréttir Í fréttum Verkís stýrir undirbúningi að jarðvarmaverkefni í Úkraínu

Verkís stýrir undirbúningi að jarðvarmaverkefni í Úkraínu

50
0
Vonað er að sjónum verði beint að sjálfbærri orku á borð við jarðvarma. Myndin er úr safni. mbl.is/Helgi

Mik­il stefnu­breyt­ing gæti orðið á sviði orku­mála í Úkraínu þegar upp­bygg­ing innviða fer af stað af full­um krafti þegar stríðinu lýk­ur. Von­andi verður sjón­um þá beint í meiri mæli að sjálf­bærri orku á borð við jarðhita­varma, svo landið verði minna háð orku­gjöf­um á borð við olíu og gas.

<>

Þetta seg­ir Car­ine Chatenay, bygg­ing­ar­verk­fræðing­ur og viðskipta­stjóri á sviði orku og iðnaðar hjá Verkís.

Hug­mynd­in frá úkraínsk­um starfs­manni

Verkís hlaut á dög­un­um rúm­lega níu millj­óna króna styrk úr Heims­mark­miðasjóði at­vinnu­lífs­ins til að stýra upp­bygg­ing­ar­verk­efni í Úkraínu sem und­ir­býr virkj­un grænn­ar orku í vest­ur­hluta lands­ins.

Meg­in­mark­mið verk­efn­is­ins er að greina eft­ir­sókn­ar­verð jarðhita­svæði og skoða hag­kvæmni þess að nýta jarðhita með bein­um hætti; til hús­hit­un­ar, í iðnaðarfram­leiðslu eða við ferðaþjón­ustu.
Und­ir­bún­ings­vinna verk­efn­is­ins er haf­in og hef­ur Verkís verið í mikl­um sam­skipt­um við úkraínska sam­starfsaðila sína.

„Það er starfsmaður hjá okk­ur sem er frá Úkraínu og hann átti hug­mynd­ina,“ seg­ir Car­ine en verk­efnið er unnið í sam­starfi við óhagnaðardrifnu sam­tök­in Geot­hermal Ukraine og einnig ÍSOR.

Meira má lesa um málið í Morg­un­blaði dags­ins. 

Heimild: Mbl.is