Mikil stefnubreyting gæti orðið á sviði orkumála í Úkraínu þegar uppbygging innviða fer af stað af fullum krafti þegar stríðinu lýkur. Vonandi verður sjónum þá beint í meiri mæli að sjálfbærri orku á borð við jarðhitavarma, svo landið verði minna háð orkugjöfum á borð við olíu og gas.
Þetta segir Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri á sviði orku og iðnaðar hjá Verkís.
Hugmyndin frá úkraínskum starfsmanni
Verkís hlaut á dögunum rúmlega níu milljóna króna styrk úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins til að stýra uppbyggingarverkefni í Úkraínu sem undirbýr virkjun grænnar orku í vesturhluta landsins.
Meginmarkmið verkefnisins er að greina eftirsóknarverð jarðhitasvæði og skoða hagkvæmni þess að nýta jarðhita með beinum hætti; til húshitunar, í iðnaðarframleiðslu eða við ferðaþjónustu.
Undirbúningsvinna verkefnisins er hafin og hefur Verkís verið í miklum samskiptum við úkraínska samstarfsaðila sína.
„Það er starfsmaður hjá okkur sem er frá Úkraínu og hann átti hugmyndina,“ segir Carine en verkefnið er unnið í samstarfi við óhagnaðardrifnu samtökin Geothermal Ukraine og einnig ÍSOR.
Meira má lesa um málið í Morgunblaði dagsins.
Heimild: Mbl.is