Home Fréttir Í fréttum Mannvit gerði 4,9 milljarða samning við Thorsil

Mannvit gerði 4,9 milljarða samning við Thorsil

201
0
Mynd: Eyjólfur Árni Rafnsson, framkvæmdastjóri iðnaðar hjá Mannviti, Sigurhjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits, Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil og Gunnar Jónsson, lögmaður

Fyrirtækið Mannvit gerði 4,9 milljarða króna samning við Thorsil ehf. varðandi byggingu kísilvers í Helguvík. Um er að ræða svokallaðan EPCM samning sem er alhliða samningur um hönnun, innkaup og umsjón framkvæmda og nær hann yfir þrjú ár.

<>

Samkvæmt tilkynningu frá Mannvit er fyrirvari í samningnum um endanlega fjármögnun byggingarframkvæmda Thorsils.

„Við hjá Mannviti erum afskaplega ánægð og stolt yfir gerð þessa samnings. Þetta er einn umfangsmesti samningur á sviði orkufreks iðnaðar sem íslenskt verkfræðifyrirtæki hefur gert fram til þessa, og við framkvæmd hans mun nýtast sú reynsla og tækniþekking sem orðið hefur til hér á landi við áratuga þjónustu við fyrirtæki á sviði orkufreks iðnaðar,“ sagði Sigurhjörtur Sigfússon, forstjóri Mannvits í tilkynningunni.

„Eftir ítarlegan undirbúning og greiningu hefur Thorsil valið þá leið að byggja kísilver sitt með EPCM fyrirkomulagi. Með því næst fram talsvert hagræði sem Thorsil getur nýtt sér, einkum í ljósi þess að hjá fyrirtækinu, ráðgjöfum þess og tækniteymi er fyrir hendi mikil þekking á kísilmálmiðnaðinum. Ennfremur býr Mannvit yfir þekkingu og reynslu af því að stýra sambærilegum framkvæmdum. Thorsil hefur átt gott og farsælt samstarf við Mannvit við undirbúning verkefnisins og ríkir ánægja hjá fyrirtækinu með samninginn“ segir John Fenger, stjórnarformaður Thorsil.

Heimild: Visir.is