Home Fréttir Í fréttum Veðurprófanir á útveggjaeiningum sem munu prýða meðferðarkjarnann

Veðurprófanir á útveggjaeiningum sem munu prýða meðferðarkjarnann

173
0
Tækið sem notað er til að sprauta vatni á útveggjaeiningarnar staðsett fyrir framan útveggjaeininguna sjálfa.

Útveggjakerfi meðferðakjarna samanstendur af mismunandi gerðum/týpum af útveggjaeiningum. Það er ekki eingöngu hönnunarlegt útlit byggingarinnar sem ákvarðast af gerð útveggjaeininganna, heldur er það einnig varðandi starfsemina innanhúss.

<>

Á útboðs- og samningsstigi voru tvær gerðir af útveggjaeiningunum valdar til að senda í prófanir. Hvor útveggjaeining fyrir sig fer bæði í veðurprófun sem og jarðskjálftaprófun.

Bæði þessi próf eru framkvæmd af Vinci Technology Centre í Bretlandi, sem er ein stærsta óháða prófunarstöðin í Evrópu fyrir útveggjaklæðningar.

Veðurprófanir á fyrri útveggjaeiningunni fóru fram í vikunni. Útveggjaeiningarnar eru settar saman og hengdar á þar til gerðan klefa. Á meðan veðurpróf eru í gangi er klefanum lokað og búinn til undirþrýstingur á útveggjakerfið.

Prófunarstöðin fer í gegnum sextán skref við framkvæmd veðurprófsins og sökum fjölda skrefa dreifist prófunin iðulega yfir tvo daga.

Í grófum dráttum fer fyrri dagur prófunarinnar þannig fram að vatni er sprautað á útveggjaeininguna í ákveðinn tíma. Því næst er klefanum lokað og undirþrýstingur búinn til.

Séð innan úr klefanum. Öflugum blásara er komið fyrir fyrir framan klæðninguna.

Undirþrýstingur er aukinn í nokkrum skrefum og honum haldið stöðugum í nokkrar mínútur í hverju skrefi, þangað til undirþrýstingur hefur náð 1.100 Pa. Allan tímann er vatni sprautað lárétt á útveggjaeininguna.

Á meðan prófinu stendur er vel fylgst með hvort vart sé um leka. Því næst er öflugum blásara komið fyrir framan útveggjaeininguna. Farið er í gegnum sömu skref og áður en nú er af miklum krafti lofti einnig blásið á útveggjaeininguna.

Blásarinn er látinn ganga upp og niður nokkrum sinnum og var þetta framkvæmt á þremur mismunandi stöðum fyrir framan útveggjaeininguna. Eins og áður, á meðan prófinu stendur, er fylgst vel með hvort vart sé við leka.

Seinni prófunardagurinn fer þannig fram að skrefum úr fyrri prófunardegi er að mestu fylgt, en framkvæmt með ögn öfgafylltum hætti. Megintilgangur seinni prófunardagsins er að mæla við hvaða aðstæður útveggjaeiningarnar gefa sig.

Allar aflaganir á útveggjaeiningunum eru skráðar og skoðaðar. Útveggjaeiningarnar eru síðan teknar niður og skoðaðar enn frekar. Sömu útveggjaeiningar eru síðan notaðar í jarðskjálftaprófi.

„Fyrri prófdagur gekk mjög vel og á eftir að klára seinni dag veðurprófsins,“ segir Bergþóra Smáradóttir, verkefnastjóri á framkvæmdasviði NLSH.

Heimild: NLSH.is