Home Fréttir Í fréttum Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum

Héðinn hannar fyrir Havsbrún í Færeyjum

86
0
Bærinn Fuglafjörður stendur við samnefndan fjörð á Eysturoy sem er næststærsta og næstfjölmennasta eyjan af þeim átján sem mynda Færeyjar. Ljósmynd: Héðinn

Héðinn hefur gengið frá samkomulagi við Havsbrún í Færeyjum um umfangsmiklar viðbætur við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins við Fuglafjörð á austurströnd Eysturoy.

<>

Héðinn tekur að sér hönnun á blöndunar- og geymslusílóum ásamt flutningsbúnaði auk hönnunar á steyptum undirstöðum fyrir sílóin. Havsbrún er dótturfélag Bakkafrost sem meðal stærstu framleiðenda heims á eldislax og stærsta fyrirtæki Færeyja.

Héðinn mun hanna átta síló sem eru 10 metrar í þvermál og 40 metra há ásamt flutningskerfi að og frá sílóunum. Samtals munu sílóin vega 600 tonn tóm og 15.000 tonn þegar þau eru fullestuð af mjöli.

Nánast öll framleiðsla Havsbrúnar er fóður fyrir laxeldi móðurfélagsins.
Saga samvinnu Héðins og Havsbrúnar spannar rúmlega tvo áratugi.

Var Havsbrún meðal annars einn af fyrstu kaupendum að HPP próteinverksmiðju sem var þróuð hjá Héðni en framleiðsla þeirra er nú komin í félag sem hefur verið skilið frá Héðni.

Heimild: Heðinn.is