Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir hófust 2015 og engin verklok áætluð

Framkvæmdir hófust 2015 og engin verklok áætluð

169
0
Framkvæmdir við hof Ásatrúarfélagsins hófust fyrir um átta árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn er nokkuð í að hof Ása­trú­ar­fé­lags­ins í Öskju­hlíð verði til­búið en bygg­ing þess hófst árið 2015. Hilm­ar Örn Hilm­ars­son alls­herj­argoði seg­ir að eng­ar kvaðir hafi verið um að bygg­ing­in kláraðist inn­an ákveðins tím­aramma og að eng­in áætlaður verkloka­tími sé til staðar.

<>

Hann seg­ir að hraði upp­bygg­ing­ar­inn­ar fari eft­ir því sem efni standa til.

Far­ald­ur­inn í vegi hvelf­ing­ar­inn­ar
Sem stend­ur hef­ur niðurgrafið skrif­stofu­hús­næði og fé­lagsaðstaða verið tek­in í notk­un en ekk­ert ból­ar á hvelf­ingu sem reisa á ofan á hús­næðinu ef tekið er mið af teikn­ing­um sem kynnt­ar voru árið 2015.

Hilm­ar Örn Hilm­ars­son er alls­herj­argoði Ása­trú­ar­manna. mbl.is/​Val­dís Þórðardótt­ir

„Við erum að bíða eft­ir því að eiga fyr­ir hvelf­ing­unni,“ seg­ir Hilm­ar Örn. Hann seg­ir að upp­haf­lega hafi verið ætl­un að fá burðar­virki und­ir hvelf­ingu frá Kína en heims­far­ald­ur­inn hafi stöðvað þau áform. Nú er hins veg­ar verið að kanna hvort hægt sé að fá hana frá Eystra­saltslönd­um eða Póllandi.

Taka eng­in lán
„Við erum búin að eyða á þriðja hundrað millj­ón­um í þetta. Byggj­um bara þegar við höf­um efni á því og tök­um eng­in lán,“ seg­ir Hilm­ar Örn.

Veg­far­end­ur hafa agn­ú­ast út í þann tíma sem fram­kvæmd­ir hafa tekið og hafa anú­ast út í bygg­inga­svæðið. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hofið ligg­ur við vin­sælt úti­vista­svæði þar sem hjólandi og gang­andi eiga reglu­lega leið hjá. Tveir aðskild­ir veg­far­end­ur sem mbl.is ræddi við agn­úuðust út í það hversu lengi fram­kvæmd­in tek­ur og telja bygg­ing­ar­svæðið lýti í Öskju­hlíð.

Ása­trú­ar­fé­lagið hef­ur ekki steypt sér í skuld­ir vegna fram­kvæmd­anna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eng­in kvöð um að klára
„Það var eng­in kvöð á því hvenær við átt­um að klára þetta,“ seg­ir Hilm­ar Örn.

Hann seg­ir að á von­ir standi til þess að hægt verði að reisa hvelf­ing­una á næsta ári. „Við erum núna að bíða eft­ir því að geta keypt stál­grind sem fer und­ir hvelf­ing­una,“ seg­ir Hilm­ar.

Seg­ir hann þá fram­kvæmd fyrsta hluta loka­hluta verk­efn­is­ins. „Við ger­um þetta eins og skyn­sem­in leyf­ir okk­ur,“ seg­ir Hilm­ar.

Heimild: Mbl.is