Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: 2. áfangi ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjabæ

Opnun útboðs: 2. áfangi ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjabæ

232
0
Ljósleiðaralagnir. Eyjar.net/Tryggvi Már

Í lok síðustu viku voru opnuð tilboð í 2. áfanga ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjabæ. Um er að ræða blástur og tengingar.

<>

Samkvæmt upplýsingum frá Eygló ehf. var um lokað útboð að ræða. Það er kallað lokað útboð þar sem það var ekki auglýst og útboðsgögn eingöngu send á líklega verktaka.

Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá SH Leiðarinn og hins vegar frá Geisla. Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóðaði upp á 37.968.488,-

Tilboð SH Leiðara var upp á kr. 34.856.000,- og eru áætluð verklok 28.10.2023. Tilboð Geisla var upp á kr. 27.214.100,- og eru áætluð verklok 15.12.2023.

Samkvæmt upplýsingum frá verkkaupa hefur ekki verið gengið frá samningum um verkið.

Heimild: Eyjar.net