Home Fréttir Í fréttum Gröfurnar mæta á KR-svæðið í haust

Gröfurnar mæta á KR-svæðið í haust

131
0
Fjölnota íþróttahús KR er efst fyrir miðri mynd. Völlurinn verður færður til að rýma fyrir íbúðarhúsum sem eru fremst á myndinni.

„Við erum mjög ánægð og þakk­lát fyr­ir að þetta sé komið á þenn­an stað,“ seg­ir Þór­hild­ur Garðars­dótt­ir formaður KR, en samþykkt var í borg­ar­ráði á fimmtu­dag að halda áfram und­ir­bún­ingi að bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss á KR-svæðinu við Frosta­skjól.

<>

Það þýðir að fram­kvæmd­in verður loks að veru­leika en hún hef­ur verið á teikni­borðinu frá 2017. „Nú er búið að samþykkja kostnaðaráætl­un­ina svo að halda megi áfram með hönn­un­ina og fara í útboð með fram­kvæmd­ina.

Þegar búið er að klára að hanna verkið í útboð tek­ur útboðsferli 8-10 vik­ur. Við von­umst til að geta byrjað að grafa seint í haust. Það væri ósk­andi,“ seg­ir Þór­hild­ur, sem kveðst jafn­framt reikna með að fram­kvæmd­ir taki um 18 mánuði.

Þór­hild­ur Garðars­dótt­ir, formaður KR. mbl.is/​Kristó­fer

Hið fjöl­nota íþrótta­hús á að rísa á miðju KR-svæðinu og verður hluti af mikl­um upp­bygg­ingaráform­um þar. Þau fela meðal ann­ars í sér bygg­ingu 100 íbúða sem standa munu straum af kostnaði að hluta. Íþrótta­hús­inu svip­ar nokkuð til fjöl­nota húss sem byggt var ný­verið á ÍR-svæðinu í Mjódd.

Það hús er 5.465 fer­metr­ar en hús KR-inga verður öllu stærra, eða 6.772 fer­metr­ar. Heild­ar­kostnaður við bygg­ing­una er áætlaður um 2.430 millj­ón­ir króna á verðlagi í fe­brú­ar 2023, að því er kem­ur fram í gögn­um sem lögð voru fram í borg­ar­ráði.

Í hús­inu verður íþrótta­sal­ur, hálf­ur knatt­spyrnu­völl­ur með tveggja hæða hliðarbygg­ingu meðfram lang­hlið sal­ar. Í hliðarbygg­ingu er gert ráð fyr­ir bún­ingsaðstöðu, taekwondo-íþrótta­sal, fjöl­nota íþrótta­sal sem þjón­ust­ar deild­ir fé­lags­ins svo sem glímu, pílu og fleiri, skák­sal, aðstöðu fyr­ir tón­mennta­skóla með 6-8 skóla­stof­um og önn­ur stoðrými.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is