Home Fréttir Í fréttum Ó­aftur­kræfur skaði á hús­næðis­markaði

Ó­aftur­kræfur skaði á hús­næðis­markaði

139
0
Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans og Jerome Powell seðlabankastjóri bandaríska seðlabankans. Ljósmynd: Samsett

Mun færri byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsnæði í Bandaríkjunum og Evrópu voru gefin út í ár sem gæti haldið húsnæðisverði í hámarki til lengri tíma.

<>

Hörð bar­átta helstu seðla­banka heimsins við verð­bólgu gæti skilað verð­bólgu á hús­næðis­markaði á komandi árum.

Stýri­vaxta­hækkanir hjá bæði evrópska og banda­ríska seðla­bankanum til að keyra niður verð­bólguna hefur ekki bara hækkað hús­næðis­lán ein­stak­linga og fyrir­tækja heldur hægt veru­lega á byggingar­iðnaðinum í heims­álfunum tveimur.

Samkvæmt The Wall Street Journal er verið að ýta vandanum á undan sér, sem gæti valdið verðbólgu á húsnæðismarkaði til lengdar.

Banda­ríkin og evru­svæðið gætu því þurft að undir­búa sig undir að hús­næðis- og leigu­verð muni halda á­fram á hækka á komandi árum.

Stýri­vextirnir á báðum stöðum hafa hægt á ný­byggingum og voru gefin úr 21,1% færri byggingar­leyfi fyrir ein­býlis­hús í Banda­ríkjunum í apríl, í sam­burði við sama tíma­bil í fyrra.

Á sama tíma fóru 22,3% færri byggingar­verk­efni í gang á sama tíma­bili.

Byggingar­leyfi fyrir í­búðar­hús­næði féll um 13% á evru­svæðinu á fjórða árs­fjórðungi 2022 í sam­burði við árið á undan.

Fjöl­mörg byggingar­fyrir­tæki hafa sett verk­efni á ís og búast má við því að þau verði þar á meðan vextir haldast háir.

Heimild: Vb.is