Home Fréttir Í fréttum Garðbæingar ganga ekki fyrir

Garðbæingar ganga ekki fyrir

200
0
Útsýnið úr Hnoðraholti þykir einkar eftirsóknarvert. Ljósmynd/Ásta Sigrún Magnúsdóttir

„Við erum sem sagt að selja lóðir í því sem við köll­um Hnoðraholt norður í tveim­ur áföng­um og sal­an á fyrri hlut­an­um er bara yf­ir­stand­andi núna en til­boðsfrest­ur­inn renn­ur út eft­ir rúma viku eða þann 29. júní. Þetta ger­um við í tveim­ur hlut­um og það er þá þannig að við erum núna að selja lóðir und­ir fjöl­býli, eina par­húsalóð, fimm raðhúsalóðir sem eru nítj­án íbúðir og sjö ein­býl­is­hús,“ seg­ir Alm­ar Guðmunds­son, bæj­ar­stjóri Garðabæj­ar, í sam­tali við mbl.is.

<>

Um­sókn­ar­frest­ur til að sækja um lóðir í fyrstu út­hlut­un Garðabæj­ar í Hnoðraholti norður lýk­ur þann 29. júní. Þá verða til­boð opnuð og tek­in fyr­ir á fundi bæj­ar­ráðs Garðabæj­ar þriðju­dag­inn 4. júlí. Því mega þeir sem sækja um lóð eiga von á því að fá svar fljót­lega eft­ir það.

Hér má sjá skipu­lag lóða í Hnoðraholti norður. Ljós­mynd/​Garðabær

Eft­ir­sókn­ar­verð staðsetn­ing
Alm­ar seg­ir mik­inn áhuga á þessu nýja hverfi sem er að rísa og út­hlut­un lóðanna sé beðið með eft­ir­vænt­ingu.

„Þetta svæði hef­ur verið í þó nokk­urn tíma í und­ir­bún­ingi hjá okk­ur, Hnoðraholtið í heild sinni en þetta er nú bara hluti af því svæði, og við verðum vör við mik­inn áhuga og erum glöð að geta boðið upp á nokkuð mikið hátt hlut­fall af sér­býli sem að kannski al­mennt á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið minna af hlut­falls­lega. Þannig að við erum ánægð með það og finn­um að það er áhugi á því. Í þessu til­felli þá aðallega á rað- og ein­býl­is­hús­um, það eru fá par­hús þarna.“

Að sögn Alm­ars verður tölu­vert af sér­býl­islóðum til sölu í Hnoðraholti. Ljós­mynd/​Garðabær

Þá seg­ir hann lyk­il­for­send­ur áhug­ans á hverf­inu fel­ast einna helst í því að það sé vel í sveit sett og miðsvæðis á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Þessi staður er mjög vel tengd­ur í all­ar um­ferðaræðar og svo er nátt­úr­an auðvitað líka bara í bak­g­arðinum.“

Verða að upp­fylla ákveðnar regl­ur
Þá geta all­ir sem vilja sótt um lóðir, óháð nú­ver­andi bú­setu en spurður að því hvort Garðbæ­ing­ar fái for­gang þegar kem­ur að út­hlut­un lóðanna seg­ir Alm­ar svo ekki vera.

„Það gilda um þetta skil­mál­ar. Það sem fólk eða lögaðilar þurfa að upp­fylla er í raun­inni bara fyrst og fremst fjár­hags­leg­ir þætt­ir en við erum svo­lítið spurð að þessu. Við hefðum al­veg áhuga á því að geta gert það að verðlauna til dæm­is fólk sem hef­ur búið hérna lengi en það meg­um við hrein­lega ekki gera, það eru ákveðnar jafn­væg­is­regl­ur sem við verðum að upp­fylla.“

Alm­ar seg­ir það líka gleðiefni í sjálfu sér að fá fleiri inn í sveit­ar­fé­lagið þar sem fólks­fækk­un á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur verið einna mest í Garðabæ á und­an­förn­um árum.

„Við er auðvitað ánægð með það að fólk hafi áhuga á að koma til okk­ar enda höf­um við fengið hrós frá íbú­um Garðabæj­ar fyr­ir að veita góða þjón­ustu í bæn­um.“

Hæst­bjóðandi vinn­ur
Þá geng­ur út­hlut­un lóðanna þannig fyr­ir sig að farið er eft­ir ákveðnum skil­mál­um þar sem sett er upp lág­marks­verð á til­boð sem er mis­mun­andi eft­ir teg­und hús­anna.

„Svo er það í raun­inni bara verðið sem ræður. Þeir aðilar sem bjóða hæst, að því gefnu að þeir upp­fylli öll skil­yrði, fá lóðarút­hlut­un.“

Að sögn Alm­ars er hverfið að mestu til­búið til bygg­ing­ar þar sem gatna­gerðin er mjög langt á leið kom­in.

„Þegar það er búið að klára þetta ferli, sem ger­ist ein­hvern tím­ann í júlí, þá fljót­lega eft­ir það geta þeir sem hafa áhuga á farið af stað en okk­ur finnst mik­il­vægt að hafa þetta þannig að þegar við erum að bjóða bygg­ing­ar­lóðir til sölu að þá geti fólk haf­ist handa mjög fljót­lega eft­ir að það er frá­gengið. Þannig að ein­hvern tím­ann á ár­inu 2025 get­um við ef­laust séð fyrstu íbú­ana flytja þarna inn.“

Þegar Hnoðraholt norður verður til­búið verður farið í að skipu­leggja Hnoðraholt suður. Ljós­mynd/​Garðabær

Áfanga­skipt bygg­inga­ferli
Þá verður seinni hluti Hnoðraholts norður kláraður í haust þegar enn fleiri lóðir verða boðnar út.

„Í seinni hlut­an­um verðum við með fleiri fjöl­býl­is­hús og hlut­falls­lega í lot­unni í haust verðum við með meira af raðhús­um og ein­býl­is­hús­um þannig að fólk get­ur þá beðið spennt eft­ir því líka og þeir sem ekki fá út­hlutað í þess­ari at­rennu geta þá skoðað það.“

Þegar Hnoðraholt norður verður til­búið verður næsta skref tekið sem er að bjóða út lóðir í Hnoðraholti suður en farið verður í það á næstu miss­er­um að koma því í deili­skipu­lag.

„Þetta er í raun áfanga­skipt. Við kom­um okk­ur vel af stað í Hnoðraholti norður og not­um tím­ann til að skipu­leggja í allri dýpt Hnoðraholt suður. Það er ekki kom­in tíma­setn­ing á hvenær það fer í sölu en við verðum vænt­an­lega á þeim stað inn­an nokk­urra ára, kannski inn­an tveggja ára eða svo.“

Þá seg­ir Alm­ar að þegar sé stórt íþrótta­hús á svæðinu en gert sé ráð fyr­ir grunn­skóla og leik­skóla í hverf­inu líka. Fyr­ir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nán­ar má nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar á vef Garðabæj­ar.

Heimild: Mbl.is