Home Fréttir Í fréttum Landsvirkjun í hóp þeirra sem nýta vilja vindinn á Fljótsdalsheiði

Landsvirkjun í hóp þeirra sem nýta vilja vindinn á Fljótsdalsheiði

116
0

Vinna er á frumstigi af hálfu Landsvirkjunar að finna stað og reisa rannsóknarmastur á Fljótsdalsheiðinni í því skyni að kanna vindgæfni á svæðinu.

<>

Þetta staðfestir Þóra Arnórsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, við Austurfrétt en þegar hafa viðræður átt sér stað við sveitarstjórn Fljótsdalshrepps vegna málsins. Landsvirkjun hefur unnið að því um tíma að nýta vindorku á tveimur stöðum á landinu: Búrfelli og Blöndulundi en báðir þeir kostir hafa þegar verið afgreiddir úr rammaáætlun.

Þegar hafa tveir aðrir aðilar sýnt því áhuga að reisa vindorkuver á Fljótsdalsheiði. Þar annars vegar norska fyrirtækið Zephyr sem vill reisa stórt slíkt ver í landi Klaustursels en hins vegar danska fyrirtækið CIP sem leitað hefur hófa á svæðinu til að tryggja vindorku til framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði.

Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar ítrekar að ekkert sé fast í hendi með staðsetningu á þessu stigi málsins en Fljótsdalsheiðin sé, líkt og Búrfell og Blöndulundur, ákjósanleg staðsetning til vindorkuframleiðslu sökum nálægðar við Fljótsdalsvirkjun og alla þá nauðsynlegu innviði sem þar eru þegar til staðar.

Heimild: Austurfrett.is