RARIK óskar eftir tilboðum í verkið Borgarfjörður strenglögn, 23028.
Um eitt verksvæði er að ræða, þ.e. strenglögn Skálpastaðir – Iðunnarstaðir og Skálpastaðir – Oddsstaðir ásamt jarðvegskiptum fyrir jarðspennistöðvar.
Háspennustrengir eru 3x50q 24kV og 3x25q 24kV um 30 km, lágspennustrengir um 1500 m, jarðvír um 1.800 m eða um 33 km samtals.
Gert er ráð fyrir 17 jarðspennistöðvum og 1 tengiskápum í þessu verki.
Um er að ræða opið útboð á EES svæðinu.
Fyrirspurnarfrestur rennur út | 28.06.2023 kl. 12:00 |
Svarfrestur verkkaupa rennur út | 02.07.2023 kl. 14:00 |
Opnunartími tilboða | 05.07.2023 kl. 14:00 |
Opnunarstaður tilboða | Rafræn opnun hjá Verkís |