Home Fréttir Í fréttum Kakkalakkar í fráveitulögn í Kópavogi

Kakkalakkar í fráveitulögn í Kópavogi

125
0
Kakkalakkar geta orðið 7 sentimetrar að lengd.

Kakka­lakk­ar grass­eruðu í fjöl­býl­is­húsi í Kópa­vogi í um eitt og hálft ár. Heil­brigðis­eft­ir­litið í Kópa­vogi tel­ur að búið sé að koma í veg fyr­ir vanda­málið en kakka­lakk­ar voru komn­ir í frá­veitu­lögn sem ligg­ur á milli stiga­ganga þegar eft­ir­litið eitraði lögn­ina með háþrýsti­dælu.

<>

Þegar hafði verið eitrað fyr­ir mein­dýr­inu í hús­inu og í viðleitni sinni að upp­ræta vanda­málið þurfti að fella vegg í sorp­geymslu. Þegar það dugði ekki til kom heil­brigðis­eft­ir­litið að mál­inu.

Þor­steinn Garðars­son, um­sjón­ar­maður frá­veitu hjá Kópa­vogs­bæ, seg­ir að von­ir standi til þess að vanda­málið sé úr sög­unni í fjöl­býl­is­hús­inu. Hann seg­ir jafn­framt að kakka­lakka­til­vik verði sí­al­geng­ari um all­an bæ.

Þor­steinn Garðar­son, um­sjón­ar­maður frá­veitu hjá Kópa­vogs­bæ.

Háþrýstiþvott­ur með skor­dýra­eitri

„Við ákváðum að mynda frá­rennslis­lögn­ina eft­ir að búið var að eitra og sáum nokk­ur dýr í lögn­inni sem leiðir í næsta stiga­gang. Því ákváðum við að háþrýstiþvo þetta með skor­dýra­eitri,” seg­ir Þor­steinn Garðars­son.

Hann seg­ir að reglu­lega ber­ist sög­ur af kakka­lökk­um. „Við heyr­um reglu­lega sög­ur af þessu um allt höfuðborg­ar­svæðið,“ seg­ir Þor­steinn.

Hann seg­ir að kakka­lakk­ar komi gjarn­an inn í hý­býl­in með inn­búi inn­flytj­enda. Viðhorf sumra þeirra til kakka­lakka geti verið með öðrum hætti en þekkst hef­ur þar sem þeir eru al­geng­ari er­lend­is en hér á landi. Ekki sé endi­lega gripið strax til mein­dýra­varna verði þeirra vart þar sem kakka­lakk­ar þykja ekki alls staðar til­töku­mál. „Kakka­lakk­ar koma ekki labb­andi sjálf­ir að hús­inu. Þetta hef­ur nær fót­festu með þeim sem flytja inn,“ seg­ir Þor­steinn.

Ekki fundið neitt í gildr­un­um

Þor­steinn seg­ir að kakka­lakk­ar geti lifað við harðger­ar aðstæður og jafn­framt geti þeir lifað í tals­vert mikl­um kulda. Kakka­lakk­ar grafi sig gjarn­an í jörðu til að lifa af.

„Hann er fljót­ur fjölga sér og það leyn­ir sér ekk­ert ef við náum ekki fyr­ir þetta. Mein­dýra­eyðir set­ur gjarn­an upp gildr­ur til að kanna hvort þetta komi aft­ur upp. Í þessu til­viki hef­ur ekki orðið vart við neitt,“ seg­ir Þor­steinn.

Heimild: Mbl.is