Home Fréttir Í fréttum Hagnaður Borgarverks ríflega helmingaðist

Hagnaður Borgarverks ríflega helmingaðist

111
0
Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, ásamt Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Ljósmynd: Vegagerðin

Borgarverk hagnaðist um 225 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur námu 5,1 milljarði og hækkuðu um 13% milli ára.

<>

Borgarverk hagnaðist um 225 milljónir króna á síðasta ári en hagnaður félagsins ríflega helmingaðist frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu 5,1 milljarði króna og hækkuðu um 13% milli ára. Stjórn félagsins leggur til að 300 milljónir króna verði greiddar til hluthafa á árinu 2023.

Óskar Sigvaldason er framkvæmdastjóri Borgarverks en hann á helmingshlut í félaginu á móti Kristni Sigvaldasyni.

Heimild: Vb.is