Home Fréttir Í fréttum 220 milljónir í húsbúnað Skattsins

220 milljónir í húsbúnað Skattsins

86
0
Hús íslenskra ríkisfjármála er í Katrínartúni 6 við Höfðatorg. Þar verða Skatturinn og Fjársýsla ríkisins til húsa en ríkið leigir húsnæðið til næstu 30 ára með möguleika á framlengingu. Sigtryggur Sigtryggsson

Skatt­ur­inn keypti nýj­an hús­búnað fyr­ir rúm­lega 220 millj­ón­ir króna í nýj­ar höfuðstöðvar stofn­un­ar­inn­ar sem staðsett­ar verða í Húsi ís­lenskra rík­is­fjár­mála í Katrín­ar­túni 6.

<>

Sex útboð fóru fram um kaup á inn­an­stokks­mun­um en gengið var til samn­inga við Á. Guðmunds­son, Hirzl­una, Penn­ann og Sýrus­son, að því er fram kem­ur í skrif­legu svari Skatts­ins við fyr­ir­spurn ViðskiptaMogg­ans.

Í svari Skatts­ins er bent á að flutn­ing­arn­ir hafi verið fyr­ir­hugaðir um nokk­urt skeið og að vegna þess hafi viðhald og kaup á inn­an­stokks­mun­um setið á hak­an­um.

Gert sé ráð fyr­ir að stofn­un­in verði til húsa í Húsi ís­lenskra rík­is­fjár­mála næstu 30 árin, hið minnsta, og því þyki mik­il­vægt að hafa það í huga við kaup á hús­búnaði á þess­um tíma­punkti.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is