Home Fréttir Í fréttum Nýi spítalinn mun kosta yfir 200 milljarða

Nýi spítalinn mun kosta yfir 200 milljarða

119
0
Staðan á verkefninu árið 2021. Ljósmynd: Aðsend mynd

Heildarkostnaður við Nýja Landspítalann er komin vel yfir áætlun.

<>

Heildar­kostnaður við byggingu nýs Land­spítala við Hring­braut hljóðar upp 210 milljarða króna. Þetta kemur fram í svari fjár­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Sig­mundar Davíð Gunn­laugs­sonar, formanns Mið­flokksins.

„Heildar­á­ætlun Nýja Land­spítala (NLSH) um fram­kvæmdir við Land­spítala var kynnt ný­lega af hálfu ríkis­stjórnarinnar og hljóðar upp á um 210 milljarða. Allar kostnaðar­tölur frá og með 2022 eru á verð­lagi í októ­ber 2022. Á­fallinn kostnaður til og með 2021 er úr árs­reikningum NLSH á verð­lagi hvers árs,” segir í svari ráðu­neytisins.

Stóð í 80 milljörðum árið 2021
Árið 2021 var greint frá því að áætlanir stjórnvalda gerðu ráð fyrir að heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans á Hringbraut mundi nema 79,1 milljarði króna.

Það var þá um 16,3 milljörðum hærra en upphaflegt kostnaðarmat, uppfært til verðlags í desember 2020, sem var 62,8 milljarðar.

Ákveðið var síðan að stækka meðferðarkjarnann við Nýja Landspítalannn úr 53 þúsund í 70 þúsund fermetra.

Heimild: Vb.is