Home Fréttir Í fréttum Kæra ákvörðun Vegagerðarinnar

Kæra ákvörðun Vegagerðarinnar

266
0
Ágreiningur er um útboð vegna lagningar Arnarnesvegar. Tölvumynd/Vegagerðin

Lægst­bjóðend­ur í Arn­ar­nes­veg, Óska­tak ehf. og Há­fell ehf., hafa kært ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar um að taka ekki til­boði fyr­ir­tækj­anna í fram­kvæmd­ina. Þau buðu sam­eig­in­lega í verkið og var til­boð þeirra 1.334 millj­ón­um króna lægra en það til­boð sem Vega­gerðin ætl­ar að ganga að. Verði það niðurstaðan mun gerð veg­ar­ins kosta 6.766 millj­ón­ir í stað 5.432 millj­óna ella.

<>

Kær­an er til meðferðar hjá Kær­u­nefnd útboðsmá­la, en Vega­gerðin hef­ur allt að einu óskað eft­ir bráðabirgðaúrsk­urði nefnd­ar­inn­ar um að heim­ilað verði að semja við Suður­verk hf. og Loftorku ehf. um fram­kvæmd­ina. Verði ekki við þeirri ósk orðið verður Vega­gerðin að bíða með samn­ings­gerð um verkið þar til end­an­leg niðurstaða í kæru­mál­inu ligg­ur fyr­ir.

Lægst­bjóðend­ur telja að til­tekn­ir skil­mál­ar útboðsins séu ólög­mæt­ir, en Vega­gerðin seg­ir að þeir hafi ekki staðist útboðskröf­ur. Því áliti Vega­gerðar­inn­ar er hafnað.

Arn­ar­nes­veg­ur­inn verður 1,3 kíló­metra lang­ur og er áformað að verkið taki þrjú ár og verklok áætluð sum­arið 2026. Arn­ar­nes­veg­ur er hluti sam­göngusátt­mál­ans og munu Betri sam­göng­ur ohf. greiða kostnaðinn við lagn­ingu veg­ar­ins.

Heimild: Mbl.is