Hugmyndir Vegagerðarinnar um lagningu Sundabrautar kveða á um að hún fari meðal annars yfir eða í gegnum gamla öskuhauginn í Gufunesi.
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að í haugnum sé að finna ógrynni spilliefna frá gamalli tíð. Þar hafi Varnarliðið losað asbest, PCB mælst í grunnvatni í námunda við hauginn og arsenik mælst í nokkru magni. Eins hafi úrgangsolía reglulega verið losuð þar.
Í samtali við blaðið rengir Svava Svanborg Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, ekki þessar upplýsingar.
Hún segir að haugurinn beri vott tíðarandans, allt hafi verið látið flakka í hann. Jafnvel hafi verið keyrt með bifreiðar inn á hauginn og þær skildar eftir í gangi. Sömuleiðis hafi verið nokkuð um ólöglega losun í skjóli nætur.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is