Home Fréttir Í fréttum Ógrynni spilliefna í Gufunesi

Ógrynni spilliefna í Gufunesi

174
0
Sundabrú mun liggja frá Gufunesi yfir Kleppsvík. mbl.is/Hallur Már

Hug­mynd­ir Vega­gerðar­inn­ar um lagn­ingu Sunda­braut­ar kveða á um að hún fari meðal ann­ars yfir eða í gegn­um gamla ösku­haug­inn í Gufu­nesi.

<>

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að í haugn­um sé að finna ógrynni spilli­efna frá gam­alli tíð. Þar hafi Varn­ar­liðið losað asbest, PCB mælst í grunn­vatni í námunda við haug­inn og arsenik mælst í nokkru magni. Eins hafi úr­gang­sol­ía reglu­lega verið losuð þar.

Í sam­tali við blaðið reng­ir Svava Svan­borg Stein­ars­dótt­ir, heil­brigðis­full­trúi hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, ekki þess­ar upp­lýs­ing­ar.

Hún seg­ir að haug­ur­inn beri vott tíðarand­ans, allt hafi verið látið flakka í hann. Jafn­vel hafi verið keyrt með bif­reiðar inn á haug­inn og þær skild­ar eft­ir í gangi. Sömu­leiðis hafi verið nokkuð um ólög­lega los­un í skjóli næt­ur.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is