Home Fréttir Í fréttum 22.06.2023 Árborg. Byggingarréttur fyrir íbúðarhúsnæði

22.06.2023 Árborg. Byggingarréttur fyrir íbúðarhúsnæði

263
0
Mynd: Árborg

Árborg auglýsir til sölu byggingarrétt fyrir íbúðarhúsnæði á lóðinni Tryggvagötu 36. Um er að ræða lóð í grónu hverfi miðsvæðis á Selfossi þar sem stutt er í alla þjónustu.

<>

Leitað er að kaupanda/fasteignaþróunaraðila sem mun taka að sér að leiða breytingu á deiliskipulagi, hanna, fjármagna og byggja upp íbúðir á lóðinni

Vakin er athygli á að gerðar eru ríkar kröfur til viðsemjenda hvað varðar reynslu, hæfi og getu til að vinna verkefni eins og þetta.

Stærð lóðarinnar er 3,084 m2 og gera má því ráð fyrir að byggja megi rúmlega 50 íbúðir á lóðinni.

Tilboð í byggingarrétt á lóðinni ásamt umbeðnum fylgigögnum skal skila rafrænt í útboðskerfinu Ajour innan auglýsts skilafrest, sem er kl. 13:00 fimmtudaginn 22. júní 2023.

Hlekkur á útboðsgögn – Tryggvagata 36 | Ajour

Opnun tilboða verður framkvæmd með rafrænum hætti á útboðsvefnum eftir að skilafrestur er liðinn. Í kjölfar opnunar verður tilboðsgjöfum sent opnunaryfirlit rafrænt.