Home Fréttir Í fréttum Sundabraut lögð yfir öskuhaugana?

Sundabraut lögð yfir öskuhaugana?

96
0
Mikið magn sorps var urðað í Gufunesi á sínum tíma líkt og gert hefur verið í Álfsnesi undanfarin ár. mbl.is/Árni Sæberg

Við fyr­ir­hugað mat á um­hverf­isáhrif­um Sunda­braut­ar stend­ur til að skoða mis­mun­andi val­kosti að nálg­un við gamla sorp­hauga í Gufu­nesi, en braut­in á að liggja um nesið.

<>

Meðal ann­ars verður skoðað að fara yfir urðun­arstaðinn á fyll­ingu án þess að rjúfa nú­ver­andi yf­ir­borð eða sneiða hjá hon­um.

Um­hverf­is­stofn­un hef­ur áætlað gróf­lega að í Gufu­nesi hafi verið urðaðar um fimm millj­ón­ir rúm­metra af óflokkuðum úr­gangi, þ.m.t. spilli­efn­um, á ár­un­um 1967-1991. Þá var jafn­framt urðaður úr­gang­ur úr hol­ræs­um í útjaðri urðun­arstaðar­ins til árs­ins 2001.

Eft­ir 1984 voru spilli­efni sett í sér­staka spilli­efnapytti. Ná­kvæm staðsetn­ing spilli­efnapytt­anna sé óviss en til er kort sem sýn­ir nokk­urn veg­inn staðsetn­ingu þeirra.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is