Home Fréttir Í fréttum Lengri garður skjól fyrir stórskipin

Lengri garður skjól fyrir stórskipin

98
0
Mynd: Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mikl­ar fram­kvæmd­ir standa nú yfir í Þor­láks­höfn með leng­ingu svo­nefnds Suður­var­arg­arðs um 250 metra.

<>

Með því er skapað skjól fyr­ir sunna­nátt, en henni fylg­ir oft stíf­ur streng­ur sem skap­ar vanda þegar stærri skip­um er siglt inn í höfn­ina.

Eldri hluta garðsins nær landi er jafn­framt hliðrað til lítið eitt þannig að mann­virkið verður allt betra og nota­drýgra en áður var.

„Allt í þess­ari fram­kvæmd miðast við að inn til Þor­láks­hafn­ar geti auðveld­lega kom­ist flutn­inga­skip, allt að 220 metra löng. Þessu fylg­ir að dýpka þarf höfn­ina og út­búa þar snún­ings­rými fyr­ir stór­skip.

Einnig þarf að stytta Aust­urg­arð, sem svo er kallaður, um 80 metra,“ seg­ir Fann­ar Gísla­son, verk­fræðing­ur og yf­ir­maður hafna­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is/200milur/