Home Fréttir Í fréttum KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic vinna samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis Oddfellowreglunnar

172
0
Tillaga KRADS/TRÍPÓLÍ/Urbanlab nordic.

KRADS, TRÍPÓLÍ og Urbanlab nordic urðu hlutskörpust í samkeppni um hönnun nýs Regluheimilis í Urriðaholti, Garðabæ, fyrir Oddfellowregluna. Samkeppnin var hönnunarsamkeppni að undangengnu forvali.

<>

Fimm teymum var boðið til þátttöku í samkeppninni að loknu forval.
Þróunarsjóður Oddfellowreglunnar í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til samkeppni um nýtt 3000 m2 regluheimili í Urriðaholti, Garðabæ, í febrúar síðastliðnum.

Áhersla var lögð á raunhæfa og spennandi tillögu sem sómir sér vel í umhverfinu og er ætlað að verða ákveðið kennileiti á háholtinu. Gerð var krafa um að umhverfissjónarmið, sjálfbærni og að vistvæn hönnun verði höfð að leiðarljósi við hönnun og efnisval.

Um vinningstillöguna segir m.a.

,,Tillagan sýnir vandaða og hlýlega byggingu sem fangar vel hugmyndina um regluheimili. Aðlögun að umhverfi og staðaranda er góð og heildarútkoman fáguð og góð byggingarlist. Greinargerð gefur til kynna góða þekkingu á meginatriðum sjálfbærni og hvernig vinna megi útfrá þeim forsendum við útfærslu byggingarinnar.”

Dómnefnd skipuðu eftirtaldir aðilar:

Tilnefndir af Þróunarsjóði:

Aldís Gunnarsdóttir ferðaráðgjafi
Björn Guðbrandsson arkitekt FAÍ
Emil Birgir Hallgrímsson byggingartæknifræðingur

Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:

Falk Kruger arkitekt FAÍ
Sigríður Ólafsdóttir arkitekt FAÍ

Dómnefndarálit

Tillögur:

 

Heimild: Honnunarmidstod.is