Home Fréttir Í fréttum Andlát: Páll Sigurjónsson verkfræðingur

Andlát: Páll Sigurjónsson verkfræðingur

141
0
Páll Sigurjónsson

Páll Sig­ur­jóns­son, fv. fram­kvæmda­stjóri Ístaks, lést þriðju­dag­inn 23. maí á 92. ald­ursári.

<>

Páll fædd­ist í Vest­manna­eyj­um 5. ág­úst 1931. For­eldr­ar hans voru þau sr. Sig­ur­jón Þ. Árna­son, prest­ur í Reykja­vík, og Þór­unn Eyj­ólfs­dótt­ir Kol­beins hús­móðir.

Eft­ir stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík 1952 hóf Páll nám í verk­fræði og lauk prófi í bygg­ing­ar­verk­fræði frá DTH í Kaup­manna­höfn 1959. Að námi loknu vann hann á Verk­fræðistofu Sig­urðar Thorodd­sen og hjá flug­her Banda­ríkj­anna á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Árið 1961 hóf Páll störf hjá danska verk­taka- og verk­fræðifyr­ir­tæk­inu E. Pihl & Søn A/​S og vann þá m.a. í Fær­eyj­um þar sem hann stýrði fram­kvæmd­um við gerð fyrstu veg­gang­anna á eyj­un­um.

Frá 1968 til 1970 var Páll yf­ir­verk­fræðing­ur hjá Fosskrafti sf. við Búr­fells­virkj­un. Hann stofnaði ásamt öðrum fyr­ir­tækið Ístak sem um tíma var stærsta verk­taka­fyr­ir­tæki lands­ins. Um­svif þess náðu einnig út fyr­ir land­stein­ana, m.a. með viðamikl­um fram­kvæmd­um við jarðganga­gerð í Nor­egi og fram­kvæmd­um á Græn­landi. Páll var fram­kvæmda­stjóri Ístaks til árs­ins 2003 og starf­andi stjórn­ar­formaður allt til starfs­loka 2006.

Páll Sig­ur­jóns­son sat í stjórn Vinnu­veit­enda­sam­bands Íslands um ára­bil og var formaður þess í sjö ár. Hann var stjórn­ar­formaður Útflutn­ings­ráðs Íslands í ára­tug, sat um skeið í sam­starfs­nefnd nor­rænna bygg­ing­ar­verk­fræðinga, var full­trúi Íslands í ráðgjafa­nefnd EFTA í sjö ár og sat í fram­kvæmdaráði Evr­ópu­sam­bands vinnu­veit­enda.

Páll átti þátt í stofn­un lands­nefnd­ar Alþjóðaversl­un­ar­ráðsins og sat í ýms­um alþjóðleg­um nefnd­um um mann­virkja­gerð. Páll sat í stjórn Ístaks frá stofn­un fyr­ir­tæk­is­ins 1970, var stjórn­ar­formaður Foss­virk­is frá 1978, var um tíma stjórn­ar­formaður Núps og Vesturíss og sat í stjórn E. Pihl & Søn A/​S frá 1989. Páll var ræðismaður Belg­íu á Íslandi um ára­bil. Hann gekk til liðs við Rótarý­klúbb Reykja­vík­ur 1979 og var vara­for­seti klúbbs­ins um skeið og síðar for­seti hans.

Páll var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu árið 1987, var hand­hafi ridd­ara­kross hinn­ar kon­ung­legu sænsku Norður­stjörnu og var sæmd­ur heiðurs­merki Verk­fræðinga­fé­lags Íslands 1993.

Páll læt­ur eft­ir sig fjög­ur börn, 13 barna­börn og sex barna­barna­börn. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Páls er Sig­ríður Gísla­dótt­ir.

Heimild: Mbl.is