Home Fréttir Í fréttum Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja heims

Stykkishólmskirkja ein fegursta kirkja heims

66
0
Stykkishólmskirkja er ein af tíu fegurstu kirkjum heims, samkvæmt tímaritinu Architectural Digest. Jón Haraldsson arkitekt teiknaði kirkjuna. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Áhuga­fólk um arki­tekt­úr á Íslandi ætti ekki að þurfa að ferðast langt til að berja eina af feg­urstu kirkj­um heims aug­um, því sam­kvæmt tíma­rit­inu Architectural Digest er ein slík á Stykk­is­hólmi.

<>

Tíma­ritið birti í gær lista yfir tíu feg­urstu kirkj­ur heims og er Stykk­is­hólms­kirkja þar á meðal. Á list­an­um eru til að mynda Kap­ellla heil­ags Georgs í Eþíóp­íu, Panagía Para­portianí-kirkja í Grikklandi og Borg­unds­staf­kirkja í Nor­egi.

Sam­kvæmt Architectural Digest hafa feg­urstu kirkj­ur heims þrennt til að bera: þær veiti hugg­un, friðsæld og ör­ugg­an stað til til­beiðslu.

Í rök­stuðningi tíma­rits­ins seg­ir að „fágaðar lín­ur Stykk­is­hólms­kirkju sjá­ist vel úr fjar­lægð þar sem þær teygji sig til móts við him­inn og séu óvana­leg sýn“.

Stykk­is­hólms­kirkja á Snæ­fellsnesi, sem teiknuð var af Jóni Har­alds­syni arki­tekt, var vígð árið 1990.

Heimild: Mbl.is