Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Mosfellsbær: Skrif­að und­ir samn­inga um glugga og inn­rétt­ing­ar í Kvísl­ar­skóla

Mosfellsbær: Skrif­að und­ir samn­inga um glugga og inn­rétt­ing­ar í Kvísl­ar­skóla

221
0
Mynd:Mosfellsbær.is

Í vikunni var skrif­að und­ir samn­inga um glugga og inn­rétt­ing­ar í Kvísl­ar­skóla og nem­ur upp­hæð­in sam­tals um 450 mkr.

<>

Um er að ræða end­ur­inn­rétt­ingu fyrstu hæð­ar skól­ans sem verð­ur í hönd­um E. Sig­urðs­son ehf. sem var lægst­bjóð­andi í verk­ið og fel­ur með­al ann­ars í sér end­ur­nýj­un á bæði al­menn­um kennslu­stof­um og þeim sem ætl­að­ar eru fyr­ir sér­kennslu, geymsl­um og að­stöðu fyr­ir starfs­fólk mötu­neyt­is. Þá verð­ur loftræsti­kerfi hæð­ar­inn­ar end­ur­nýj­að og áhersla lögð á góða hljóð­vist.

Samn­ing­ur var einnig und­ir­rit­að­ur við fyr­ir­tæk­ið Múr- og máln­ing­ar­þjón­ust­an Höfn ehf. sem var lægst­bjóð­andi um end­ur­nýj­un glugga á báð­um hæð­um Kvísl­ar­skóla. Glugg­ar á fyrstu hæð verða síkk­að­ir og fel­ur verk­ið einnig í sér end­ur­nýj­un á dyr­um og neyð­ar­út­göng­um á ann­arri hæð.

Verk­efn­in hefjast strax og er gert ráð fyr­ir verklok­um í októ­ber sam­kvæmt ver­káætl­un­um.

Heimild:Mosfellsbær.is