Home Fréttir Í fréttum Bíl-og ból­laus líf­stíll í einni íbúð á Snorra­braut

Bíl-og ból­laus líf­stíll í einni íbúð á Snorra­braut

336
0
35 íbúðir í húsinu eru nú til sölu. Ein þeirra hefur vakið sérlega athygli á samfélagsmiðlum. SNORRAHÚS

Í­búð sem nú er í byggingu á Snorra­braut 62 hefur vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum. Þar er ekki að finna svefn­her­bergi og grínast net­verjar með að því verði hægt að lifa bíl-og ból­lausum lífs­stíl í í­búðinni en engin bíla­stæði fylgja húsinu. Fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss segir deilu­skipu­lag hafa nauð­beygt byggingar­aðila í að hafa í­búðina án svefn­her­bergis.

<>

„Upp­haf­lega hönnuðum við þessa íbúð þannig að það væri svefn­her­bergi í henni en fengum svö svör frá skipu­lags­yfir­völdum að það væri ekki í boði þar sem einungis 60 prósent í­búða í húsinu mættu vera tveggja her­bergja í­búðir,“ út­skýrir Kristinn Þór Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri fasteignafélagsins Snorra­húss.

Í­búðin sem um ræðir er númer 212 og var teikningum af í­búðinni deilt á sam­fé­lags­miðlinum Twitter í dag. Hún er sú eina í húsinu sem ekki fylgir svefn­her­bergi. Í­búðin er 38 fer­metrar að stærð og er upp­sett verð 43,9 milljónir króna. Bað í í­búðinni er 6,2 fer­metrar að stærð, stofa/eld­hús/and­dyri er 19,8 fer­metrar að stærð og eru svalir síðan 5,6 fer­metrar.

Áður hefur vakið at­hygli að engin sér­merkt bíla­stæði fylgja húsinu. 35 í­búðir eru í húsinu sem er á besta stað skammt frá Land­spítalanum og mið­bæ Reykja­víkur og er í­búðunum ætlað að höfða til fólks sem lifir bíl­lausum lífs­stíl.

„Ef ein­hver er að finna að þessu hjá okkur, þá má bara benda honum á skipu­lags­yfir­völd,“ segir Kristinn sem bætir því við að Snorra­hús hafi sótt um undan­þágu vegna málsins, án árangurs.

„Raun­veru­lega voru einu svörin sem ég fékk að ég gæti bara endur­hannað húsið. Við höfum því miður ekki séð neinar skyn­samar leiðir til þess að gera það, enda vorum við mjög sáttir við hönnunina og leystum þetta því svona.“

Ein­hverjir hafa velt því fyrir sér hvort verðið á í­búðinni sé of hátt?

„Verð­lagning er frjáls og við stöndum og föllum með okkar verð­lagningu. Markaðurinn virkar þannig að ef ein­hver verð­leggur of hátt selur hann ekki eignina, í vaxta­stigi í dag tekur markaðurinn grimmi­lega á móti honum. Að öðru leyti er verð­lagning í sam­ræmi við markaðs­að­stæður og ég tel verð­lag sé síst of hátt.“

Heimild: Visir.is