Home Fréttir Í fréttum Mun kosta yfir hundrað milljarða

Mun kosta yfir hundrað milljarða

185
0
Hér rísa eignir við Ánanaust. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyr­ir vax­andi spennu á íbúðamarkaði enda held­ur fram­boð ekki í við eft­ir­spurn. Þá ekki síst í fé­lags­lega kerf­inu.

<>

Biðlisti eft­ir hag­kvæm­um íbúðum hjá Bjargi íbúðafé­lagi hef­ur lengst um 50% á einu ári og eru nú 3.000 manns á biðlista. Hver íbúð hjá Bjargi kost­ar um 45 millj­ón­ir í bygg­ingu og myndi því kosta 135 millj­arða að út­vega fólk­inu á biðlist­an­um nýj­ar íbúðir.

Tvö metár í röð

Björn Trausta­son fram­kvæmda­stjóri Bjargs seg­ir aðspurður að bið­list­ar eft­ir hag­kvæm­um íbúðum haldi áfram að lengj­ast að óbreyttu.

Við þetta bæt­ist auk­in hús­næðis­þörf vegna aðflutn­ings fólks til lands­ins. Árið í fyrra var metár í því efni en þá flutt­ust 10.300 fleiri er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar til lands­ins en frá því. Ger­ir fjár­málaráðuneytið ráð fyr­ir því að fjöld­inn verði ekki minni í ár.

Hag­fræðing­ar ASÍ víkja að þess­ari þróun í nýrri hagspá. Að mati þeirra hef­ur ekki tek­ist að stuðla að auknu fram­boði til að mæta lýðfræðilegri þróun og auk­inni fólks­fjölg­un. Það mis­ræmi eigi þátt í sögu­lega háu íbúðaverði síðustu miss­eri. Útlit sé fyr­ir að draga muni úr upp­bygg­ingu íbúða á næsta ári og því séu minnk­andi lík­ur á að áform um 35 þúsund nýj­ar íbúðir á næstu 10 árum ræt­ist.

„Því er hætta á að fram­boðstregða muni áfram setja þrýst­ing til hækk­un­ar leigu- og eigna­verðs,“ skrifa þeir.

Ekki nægt lóðafram­boð

Elm­ar Er­lends­son, fram­kvæmda­stjóri lána­sviðs hjá HMS, tek­ur í sama streng og seg­ir skort á lóðum hamla upp­bygg­ingu íbúða. Það birt­ist meðal ann­ars í því að stofn­fram­lög til að byggja hag­kvæmt hús­næði hafi ekki verið full­nýtt í fyrra.

Ef jafn­marg­ir flytja til lands­ins í ár og í fyrra gæti íbúa­fjöld­inn farið í 400 þúsund í fyrsta sinn í sögu lands­ins. Það yrði fjölg­un um 24 þúsund manns frá árs­byrj­un 2022 sem aft­ur kall­ar á yfir 10 þúsund íbúðir. Þótt mann­tal Hag­stof­unn­ar 2021 bendi til að íbúa­fjöld­inn kunni að vera of­met­inn er engu að síður ljóst að íbú­um lands­ins fjölg­ar ört.

Heimild: Mbl.is