Home Fréttir Í fréttum Brak úr gömlu brúnni liggur eins og hráviði

Brak úr gömlu brúnni liggur eins og hráviði

118
0
Benedikt er ósáttur við frágang verktaka. Ljósmynd/Aðsend

Land­eig­end­ur á Sól­heimas­andi eru spæld­ir yfir frá­gangi verk­taka sem skilið hef­ur eft­ir brak úr gömlu brúnni sem rif­in var þegar ný brú var byggð yfir Jök­ulsá á Sól­heimas­andi.

<>

Nýja brú­in hef­ur verið tek­in í gagnið en verktak­inn hef­ur ekki látið sjá sig síðan um ára­mót að sögn land­eig­anda. Enn var eft­ir að fjar­lægja tals­vert af gömlu brúnni og víða má sjá steypuklumpa, spýtna­brak, bolta og rær.

„Frá­gang­ur­inn á svæðinu er fyr­ir neðan all­ar hell­ur og eng­um til sóma,“ seg­ir Bene­dikt Braga­son, einn land­eig­enda og fram­kvæmda­stjóri land­eig­enda á svæðinu.

Hann seg­ir að Vega­gerðin sé með verkið opið og ábyrgðin því á herðum verk­tak­ans.

Vega­gerðin á hrós skilið
„Vega­gerðin hef­ur alla tíð gengið mjög vel frá eft­ir sig og á allt hrós skilið fyr­ir það. Hins veg­ar eru farn­ar að renna tvær grím­ur á mann varðandi það hvort verktak­inn muni ganga frá þessu,“ seg­ir Bene­dikt.

Steypu­járn og steypuklump­ar eru farn­ir að graf­ast í sand­inn og seg­ir Bene­dikt menn skapa sér meiri vinnu við að hreinsa þetta eft­ir því sem tím­inn líður. „Svo eru hell­ings verðmæti þarna sem menn hafa hlaupið frá og maður skil­ur ekki al­veg hvernig menn eru að hugsa þetta.“

Nýja brú­in var opnuð á síðasta ári. Ljós­mynd/​Aðsend

Hent í ána
Nýja brú­in var opnuð í októ­ber og er um hið glæsi­leg­asta mann­virki að ræða að sögn Bene­dikts.

„Svo þegar kom að því að losa mót­in utan um brúna þá var því bara hent í ána. Ég veit ekki hvað ég er bú­inn að ná í mikið af efni sem var hent þarna í ána en það eru fleiri fleiri kerr­ur af spýtna­braki sem ég hef þurft að ná í,“ seg­ir Bene­dikt og bæt­ir við. „Þetta er eitt hrein­asta svæði lands­ins og manni finnst þetta leiðin­legt,“ seg­ir hann.

Þá er einnig steypt plan á svæðinu sem verktak­inn nýtti þegar hann var að steypa efnið í nýju brúna. Ekk­ert leyfi sé fyr­ir plan­inu sem er á skil­greindu flóðasvæði en Bene­dikt seg­ir ferðamenn gjarn­an stöðva þar.

Hættu­legt skepn­um
Bene­dikt seg­ir að steypu­járn sem sting­ist úr sand­in­um sé skepn­um hættu­legt og gjarn­an séu kind­ur og hest­ar sem eigi þar leið um. „Það á bara ekki að skilja svona við.“

Hann seg­ir að menn hafi sýnt því skiln­ing þegar verk­tak­ar yf­ir­gáfu svæðið um ára­mót þar sem snjóa tók á svæðinu. Hins veg­ar hafi verið nær snjó­laust í fleiri mánuði og ekk­ert sem því er að van­búnaði að hreinsa til.

Ýmis­legt hef­ur verið skilið eft­ir. Ljós­mynd/​Aðsend

Þá seg­ist hann vita til þess að verktak­inn hafi tekið að sér sam­bæri­leg verk­efni fyr­ir Vega­gerðina á landsvæði sem er í eigu land­eig­enda. „Maður velt­ir því fyr­ir sér hvort maður eigi að setja sig í sam­band við þá svo þeir geti hvatt til betri frá­gangs.“

Hann seg­ir að verktak­inn hafi hringt í sig og boðið sér 50 þúsund krón­ur í bæt­ur.

„Svo þegar hann frétti að land­eig­end­urn­ir væru 12 þá áttaði hann sig á því að 50 þúsund kall myndi ekki duga,“ seg­ir Bene­dikt. Seg­ir hann menn ekki á hött­un­um eft­ir pen­inga­bót­um. Menn vilji bara úr­bæt­ur á mál­um.

Bene­dikt seg­ir að steypu­járn sem sting­ist úr sand­in­um sé skepn­um hættu­legt, Ljós­mynd/​Aðsend

Heimild: Mbl.is