Home Fréttir Í fréttum Orkureiturinn fær framúrskarandi einkunn

Orkureiturinn fær framúrskarandi einkunn

201
0
Orkureiturinn við Ármúla á að opna fyrir íbúum um haustið 2024. Ljósmynd/Aðsend

Skipu­lag Orkureits­ins við Ármúla hef­ur hlotið BREEAM Comm­unities-vott­un með framúrsk­ar­andi ein­kunn. BREEAM Comm­unities er alþjóðlega vottaður vist­vott­un­arstaðall vottað skipu­lagið með til­liti til um­hverf­is­legra, fé­lags­legra og efna­hags­legra gæða. Gert er ráð fyr­ir að fyrstu íbú­ar flytji inn á Orkureit­inn á næsta ári.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá SAFÍR, sem keypti bygg­ing­ar­heim­ild­ir á reitn­um 2022 og bygg­ir nú 440 íbúðir og um 2 þúsund fer­metra at­vinnu­hús­næðis á reitn­um. Orkureit­ur­inn er fyrsta BREEAM-vottaða hverfið í Reykja­vík.

Iðnaðar­hús­næði að Ármúla 31 og bak­hús á lóðinni munu víkja fyr­ir 3-6 hæða bygg­ing­um. Gamla Raf­magnsveitu­húsið verður end­ur­nýjað og held­ur sín­um sess á lóðinni.

Orkureit­ur­inn við Ármúla. Ljós­mynd/​Aðsend

„Við erum afar stolt af því að hafa hlotið framúrsk­ar­andi ein­kunn frá BREEAM og hlökk­um til að kynna nán­ar fyr­ir verðandi íbú­um með hvaða hætti slík vott­un get­ur hafa já­kvæð áhrif á lífs­gæði og dag­legt líf íbúa,” seg­ir Hilm­ar Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri SAFÍR bygg­inga ehf, í til­kynn­ing­unni.

SAFÍR bygg­ing­ar ehf hef­ur þegar hafið fram­kvæmd­ir við fyrsta áfanga svæðis­ins og gert er ráð fyr­ir að fyrstu íbú­ar flytji inn á Orkureit­inn haustið 2024. Reit­ir fast­eigna­fé­lag, eig­andi gamla Raf­magsveitu­húss­ins og fyrr­um eig­andi reits­ins, sá um öfl­un vott­un­ar­inn­ar og skipu­lag svæðis­ins á ár­un­um 2018-2022 í sam­vinnu við skipu­lags­full­trúa Reykja­vík­ur.

Heimild: Mbl.is