Hótel Blönduós sem hóf starfsemi sína upphaflega árið 1943 var enduropnað í gær eftir gagngerar breytingar en það var í fyrra sem félagarnir, þeir Reynir Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson, keyptu húsið af Byggðastofnun.
Fljótlega eftir það hófst undirbúningur að breytingum. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína á opnunina og voru allir sammála að vel hefði til tekist og mikill sómi af breytingunum.
Við viljum leyfa okkur að vitna í upplýsingabækling sem var á borðunum á hótelinu í gær en þar segir m.a. “Hótel Blönduós fagnar nú 80 ára afmælinu sínu, þar er ári eldra en íslenska lýðveldið.
Á þeim tíma var Ísland hernumið af Bretum og síðar Ameríkönum, með herbúðum 200 hermanna hinum megin við ána þar sem Snorri Arnfinnsson hengdi upp HÓTEL skiltið sitt. Margt hefur breyst.
Ýmsir eigendur hafa komið og farið, hver og einn með sína hugsjón og nálgun. Árið 2022 keyptu nýir eigendur Hótel Blönduós. Þá var ákveðið að gera hótelið algjörlega upp, að innan sem utan. Í stað þess að auka við fjölda herbergja, var ákveðið að betrumbæta gæði þeirra 19 herbergja sem eru til staðar. Meðal stærstu verkefna var að breyta gamla sýslumannshúsinu aftur í stíl þess tíma.”
Auk þess að bjóða gestum og gangandi að skoða sig um var boðið upp á tónlistaratriði, ljósmyndasýningu og þá gátu gestir nært sig á dásamlegum Vilko vöfflum, með sultu og rjóma.
Heimild:Huni.is