Home Fréttir Í fréttum Hótel Akureyri fær heimild til stækkunar

Hótel Akureyri fær heimild til stækkunar

146
0
Svona gæti götumyndin rðið þegar Hótel Akureyri verður stækkað við hlið Skjaldborgar lengst t.v. Ljósmynd/Landslag

„Stækk­un hót­els­ins hef­ur verið á teikni­borðinu í nokk­ur ár,“ seg­ir Daní­el Smára­son, eig­andi Hót­els Ak­ur­eyr­ar. Hót­elið er í húsi við Hafn­ar­stræti 67-69 sem heit­ir Skjald­borg og seg­ir hann að áform snú­ist um að byggja við það hús­næði. Þar verður ný mót­taka, kaffi­b­ar og sam­tals 52 her­bergi og sé ætl­un­in að starf­semi verði haf­in þar fyr­ir jól.

<>

Hins veg­ar er ætl­un­in að byggja sams kon­ar hús á lóð núm­er 75 við Hafn­ar­stræti og seg­ir Daní­el að stærð þess húss og fjöldi her­bergja séu ekki end­an­lega ákveðin.

Ljós­mynd/​Lands­lag

„Upp­bygg­ing á nýj­um miðbæ á Ak­ur­eyri er far­in að taka á sig mynd og við erum afar spennt yfir því að geta verið kyndil­ber­ar klass­ískra sjón­ar­miða hvað varðar út­lit og hönn­un í þess­um nýja hluta miðbæj­ar­ins,“ seg­ir Daní­el.

„Hús­in okk­ar eru glæsi­leg og eiga sér ein­staka sögu sem við ætl­um okk­ur að varðveita. Þar af leiðandi vilj­um við að ný­bygg­ing­arn­ar sem rísa senn verði í takt við þær, en hækki þjón­ustu­stig bæði fyr­ir heima­menn og gesti.“

Hægt er að nálg­ast um­fjöll­un­ina í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is