Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir eru töluvert á eftir áætlun í Stapaskóla

Framkvæmdir eru töluvert á eftir áætlun í Stapaskóla

194
0
Mynd: VF/Hilmar Bragi

Framkvæmdir við annan áfanga Stapaskóla, fullbúið íþróttahús með áhorfendasvæði sem tekur 1.100 manns í sæti og 25 metra innilaug ásamt útisvæði með heitum pottum, eru töluvert á eftir áætlun. Reykjanesbær og Íslenskir aðalverktakar undirrituðu samning um verkið í september árið 2021.

<>

Fullkláraður mun þessi áfangi kosta rúma 2,4 milljarða króna en tilboð Íslenskra aðalverktaka hljóðaði upp á 92% af kostnaðaráætlun, sagði í frétt um samningana á sínum tíma.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar, segir verkið töluvert á eftir áætlun en að samkvæmt nýuppfærðri verkáætlun verktaka sé stefnt á að taka húsnæðið í notkun í ágúst.

„Það verður mjög hæpið en á meðan við höfum ekki annað frá verktakanum þá verðum við að trúa því,“ segir hann. Nú nýverið var íþróttasalnum lokað og þá getur innivinna hafist þar fljótlega.

Með byggingu annars áfanga Stapaskóla fær skólinn ekki aðeins vel búna aðstöðu til íþróttakennslu heldur mun byggingin einnig stórbæta aðstöðu til almennrar íþróttaiðkunar og með tengingu við bókasafnið þjóna íbúum bæjarins sem einskonar hverfismiðstöð.

Heimild: Vf.is