Home Fréttir Í fréttum Skrautlegt friðað hús fær að lifa

Skrautlegt friðað hús fær að lifa

117
0
Bergstaðastræti 4 setur svip á hverfið og portið fyrir framan er talið mikilvægur hluti sögunnar. Bólstrun Ásgríms var í næsta húsi. mbl.is/sisi

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur hafnað ósk eig­anda húss­ins Bergstaðastræt­is 4 um að rífa húsið og byggja fjög­urra hæða hús á lóðinni. Hér kem­ur til hið sí­gilda mat um hvort gam­alt eigi að víkja fyr­ir nýju.

<>

Flest­ir borg­ar­bú­ar kann­ast við húsið Bergstaðastræti 4. Það stend­ur gegnt Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðustíg og ská­hallt á móti Kaffi­barn­um. Hús­in á lóðinni Bergstaðastræti 4 voru byggð 1912 og telj­ast því ald­urs­friðuð sam­kvæmt lög­um um menn­ing­ar­minj­ar.

Hús­inu á norður­hluta lóðar­inn­ar hef­ur eitt­hvað verið breytt í gegn­um tíðina, hækkað um eina hæð, þaki breytt og byggt við árið 1930. Upp­haf­lega er þetta hús sagt stein­steypt ein­lyft verk­smiðju­hús með mæn­isþaki, en er núna tví­lyft með skúrþaki og hef­ur verið klætt að utan, að því er fram kem­ur í um­sögn verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa.

Veit­ing­a­rekst­ur í hús­inu

Upp­haf­lega var eldsmiðja í hús­inu en marg­vís­leg starf­semi hef­ur verið þar í gegn­um ára­tug­ina, t.d. gull­smíðaverk­stæði, tísku­vöru­versl­un­in Kast­al­inn og Wok Shop. Á seinni árum hef­ur verið veit­inga­starf­semi í hús­inu. Má þar nefna Mat­arkist­una, sæl­kera­búð Sig­ur­veig­ar og Súpu Reykja­vík. Eng­in starf­semi er þar í dag.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, 11. maí

Heimild: Mbl.is