Home Fréttir Í fréttum Borgin segir Langholtskirkju geta skilað lóð hafi kirkjan ekki not fyrir hana

Borgin segir Langholtskirkju geta skilað lóð hafi kirkjan ekki not fyrir hana

111
0
Mynd: Ruv.is https://is.wikipedia.org/

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar hefur hafnað fyrirspurn um hugsanlega uppbyggingu íbúðabyggðar á lóð Langholtskirkju. Hann segir kirkjuna geta skilað lóðinni telji hún sig ekki hafa not fyrir hana.

<>

Kanon Arkitektastofa sendi í lok mars erindi til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar fyrir hönd Langholtskirkju. Þar var þeirri hugmynd kastað fram að skipta upp lóð kirkjunnar og nýta hluta hennar undir íbúðarbyggingu, alls 2.300 fermetra.

Lóðastærð Langholtskirkju er í dag rúmir 8.200 fermetrar en yrði eftir breytinguna 5.900 fermetrar. Hugmyndin var að reisa 770 fermetra byggingu á tveimur hæðum með 8 til 10 íbúðum og 12 bílastæðum.

Skipulagsfulltrúi rifjar upp í umsögn sinni að Langholtskirkja hafi verið teiknuð af Herði Bjarnasyni, þáverandi húsameistara ríkisins árið 1956 en ekki byggð fyrr en 1983. Hún sé einföld og stílhrein „og að mörgu leyti sérstök og stendur nokkuð látlaus í umhverfi sínu.“

Hann segir ekki áform um þéttingu byggðar á þessu svæði enn sem komið er. Nauðsynlegt sé að fá heildarsýn á uppbyggingu svæðisins áður en lengra sé haldið.

Þá bendir hann á að Langholtskirkja hafi fengið lóðina án greiðslu á sínum tíma. „Ef lóðarhafi hefur ekki þörf fyrir alla lóðina getur hann skilað þessum hluta hennar til Reykjavíkurborgar.“

Heimild: Ruv.is