Home Fréttir Í fréttum Opna veginn um Kjalarnes í júní

Opna veginn um Kjalarnes í júní

140
0
Framkvæmdir við fyrsta áfanga nýs Kjalarnesvegar eru nú á lokametrunum. mbl.is/Hákon

Fram­kvæmd­ir við hring­veg­inn um Kjal­ar­nes hafa nú staðið yfir í um þrjú ár. Fyrsti áfangi verks­ins verður opnaður í næsta mánuði. Heild­arverk­efnið snýr að því að breikka hring­veg­inn frá Kollaf­irði að Hval­fjarðar­vegi, en fyrsti áfang­inn nær frá Kollaf­irði að Grund­ar­hverfi. Enn er ekki ljóst hvenær ann­ar áfangi verður boðinn út. Þetta kem­ur fram í svari Vega­gerðar­inn­ar við fyr­ir­spurn mbl.is

<>

Fyrsti áfangi verk­efn­is­ins er að sögn Vega­gerðar­inn­ar vel heppnaður þrátt fyr­ir ýmis flækj­u­stig sem upp hafa komið. Erfitt reynd­ist að afla aðfanga vegna covid og vegna mik­ils iðnaðar á svæðinu skapaðist flækj­u­stig þegar í ljós kom fjöldi lagna. Opn­un veg­ar­ins er þar af leiðandi ári á eft­ir áætl­un, en upp­haf­lega var ráðgert að ljúka fram­kvæmd­um 2022.

Á kafl­an­um sem opna á í byrj­un júní hef­ur verið unnið að því að breikka hring­veg­inn í 2+2 veg frá Varm­hól­um við Kolla­fjörð lang­leiðina að Grund­ar­hverfi, með hring­torgi við Móa, und­ir­göng­um við Varm­hóla og Salt­vík auk hliðar­vega, ásamt reiðstíg­um og stíg­um fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur. Að öll­um lík­ind­um verður ein­hver frá­gagns­vinna og vinna við hliðar­vegi eft­ir þó veg­ur­inn opni í júní, þær fram­kvæmd­ir klár­ast þó í sum­ar.

Gert er ráð fyr­ir að fyrsti áfang­inn frá Varm­hól­um að Vallá komi til með að líta svona út. Veg­ur­inn verður opnaður í byrj­un júní þó ein­hver frá­gang­ur verði lík­lega eft­ir. Mynd/​Vega­gerðin
Kort af fyrri áfanga verk­efn­is­ins sem til stend­ur að opna í byrj­un júní Kort/​Vega­gerðin

Enn á eft­ir að bjóða út ann­an áfanga fram­kvæmd­ar­inn­ar en þó er ljóst að sá áfangi snýr að breikk­un hring­veg­ar í 2+1 veg frá Vallá að Hval­fjarðar­vegi með tveim­ur hring­torg­um. Ann­ars veg­ar við Braut­ar­holts­veg og hins veg­ar við Hval­fjarðar­veg. Þá á einnig að lengja und­ir­göng und­ir Vallá, koma fyr­ir nýj­um und­ir­göng­um við Esju­skála og Arn­ar­ham­ar sem og leng­ingu steypts stokks yfir Blika­dalsá, ásamt hliðar­veg­um og stíg­um.

Seinni áfang­inn frá Vallá að Hval­fjarðar­vegi kem­ur til með að líta svona út. Ekki hef­ur enn verið farið í útboð á áfang­an­um. Mynd/​Vega­gerðin
Kort af seinni áfanga verk­efn­is­ins Kort/​Vega­gerðin

Verkið í heild sinni er sam­starfs­verk­efni Veg­ar­gerðar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, Veitna og Gagna­veitu Reykja­vík­ur.

Fyrri áfangi verk­efn­is­ins er að sögn vega­gerðar­inn­ar vel heppnaður þrátt fyr­ir ýmis flækj­u­stig sem upp hafa komið mbl.is/​Há­kon
Fram­kvæmd­ir hafa staðið yfir í um þrjú ár mbl.is/​Há­kon

Heimild: Mbl.is