Home Fréttir Í fréttum Göngubrú reist yfir Sæbraut

Göngubrú reist yfir Sæbraut

142
0
Endanlegt útlit hefur ekki verið ákveðið en í skoðun er að nota litað plexígler í yfirbyggingunni til að ýta undir skemmtilega upplifun. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Tíma­bund­in göngu- og hjóla­brú verður reist yfir Sæ­braut. Brú­in er verk­efni til þess að bæta um­ferðarör­yggi, ekki síst fyr­ir skóla­börn í Voga­byggð. Framtíðarlausn­in er að Sæ­braut verði sett í stokk eins og stend­ur í sam­göngusátt­mál­an­um.

<>

Fram­kvæmd­in er sam­vinnu­verk­efni Reykja­vík­ur­borg­ar og Vega­gerðar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Brú­in teng­ist Snekkju­vogi/​Barðavogi í vestri og Trana­vogi/​Duggu­vogi í austri. Hún verður yf­ir­byggð, með lyftu og tröpp­um en end­an­legt út­lit hef­ur þó enn ekki verið ákveðið.

Brú­in teng­ist Snekkju­vogi/​​Barðavogi í vestri og Trana­vogi/​​Duggu­vogi í austri. Ljós­mynd/​​Reykja­vík­ur­borg. Ljós­mynd/​Aðsend

Brú­in verður fær­an­leg

Reykja­vík­ur­borg og Vega­gerðin hófu und­ir­bún­ing form­lega haustið 2022. Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg setja fram fimm skil­yrði vegna brú­ar­inn­ar. Mik­ill hæðarmun­ur er þarna svo lyftu­brú er betri kost­ur en ramp­ar, þar sem þeir þyrftu að vera lang­ir.

Brú­in skal vera hönnuð á þann hátt að auðvelt sé að færa hana í stokks­fram­kvæmd, brú­ar­dekk og hrá­efni skal vera hægt að end­urnýta, aðgengi skal vera tryggt fyr­ir alla óvarða veg­far­end­ur, góð lýsing skal vera á og við brúna og brú­in verður byggð á þann hátt að veg­far­end­ur upp­lifi sig ör­ugga að ferðast um hana.

250 millj­ón­ir króna í kostnað

Áætlaður kostnaður við bygg­ingu brú­ar­inn­ar er um 250 millj­ón­ir króna en til viðbót­ar má gera ráð fyr­ir kostnaði við að tengja nú­ver­andi stíga að brúnni.

Næsta skref er að farið verður í útboð, bæði efn­isút­boð og fram­kvæmdar­út­boð. Áætlað er að brú­in verði opnuð gang­andi og hjólandi veg­far­end­um í upp­hafi næsta árs en að öll­um frá­gangi verði síðan lokið sum­arið 2024.

Heimild: Mbl.is