Home Fréttir Í fréttum Taka nýju flísarnar burt í nýrri viðbyggingu

Taka nýju flísarnar burt í nýrri viðbyggingu

203
0
Mynd: Örn Guðnason - DFS.is
Starfsmenn byggingafyrirtækisins JÁVERKS ætla að taka upp flísar í nýrri viðbyggingu við Sundhöll Selfoss og setja nýtt efni. Byggingaverktakinn og bæjaryfirvöld í Árborg ákváðu að þetta yrði gert vegna óhappa sem orðið hafa á flísunum. Þær reyndust hálar þegar þær blotnuðu. Í staðinn verður sett gúmmíefni með hrjúfu yfirborði og mikilli vatnsleiðni.

DFS.is á Selfossi segir að byrjað hafi verið á framkvæmdunum í gær. Ásta Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Árborgar segir í viðtali við Sunnlenska fréttablaðið að heildarkostnaður við þetta sé um 4 milljónir króna. Þar með talinn sé kostnaður við að auka vatnshalla á gólfinu. Á heimasíðu Árborgar segir að framkvæmdirnar eigi að taka 2 vikur. Engu að síður verði Sundhöllin opin, en loka verði lítilli innilaug og saunaklefum vegna framkvæmdanna.

<>

Heimild: Rúv.is