Home Fréttir Í fréttum Þorsteinn nýr samgöngustjóri Reykjavíkurborgar

Þorsteinn nýr samgöngustjóri Reykjavíkurborgar

86
0

Þorsteinn R. Hermannsson hefur verið ráðinn í starf samgöngustjóra á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

<>

Þorsteinn mun taka við af Ólafi Bjarnasyni núverandi samgöngustjóra þegar hann lýkur störfum í byrjun sumars.

Þorsteinn er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði með sérhæfingu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle, Bandaríkjunum.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Þorsteinn eigi að baki farsælan feril sem stjórnandi og ráðgjafi á sviði samgöngu- og umhverfismála. Þorsteinn var sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs verkfræðistofunnar Mannvits í fjögur ár, eða frá 2008-2010, en frá þeim tíma hefur hann verið fagstjóri samgönguhóps Mannvits.

Hann stýrði opinberri stefnumótun í starfi sínu sem verkfræðingur samgönguáætlunar hjá innanríkisráðuneytinu. Hann hefur einnig, sem ráðgefandi verkfræðingur, stýrt stefnumótun stórra og metnaðarfullra verkefna fyrir Reykjavíkurborg.

Heimild: Visir.is