Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Samið um leikskóla í Drekadal

Samið um leikskóla í Drekadal

229
0
Bæjarstjóri, Kjartan Már Kjartansson, og fulltrúi Hrafnshóls ehf. undirrita samning um fyrsta Svansvottaða einingahúsið á Íslandi. Neðar í fréttinni má sjá myndir sem voru teknar við tilefnið og teikningar sem sýna hvernig húsnæðið kemur til með að líta út fullbúið. VF/JPK

Reykjanesbær hefur samið við verktakann Hrafnshól ehf. um byggingu á nýjum sex deilda leikskóla við Drekadal í Innri-Njarðvík.

<>

Um er að ræða 1.200 fermetra byggingu sem reist er úr timbureiningum sem koma frá Eistlandi og verður leikskólinn fyrsta Svansvottaða einingahúsið á Íslandi.

Hrafnshóll ehf. mun skila verkefninu fullbúnu og tilbúnu til notkunar en áætluð verklok eru í apríl á næsta ári.

Leikskólinn mun rísa á lóð við Drekadal og er lóðarhönnun að fara af stað um þessar mundir en hún er sérstakt verkefni. Umhverfis- og framkvæmdasvið Reykjanesbæjar mun hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Heimild: VF.is