Home Fréttir Í fréttum Þéttu byggð við Bústaðaveginn

Þéttu byggð við Bústaðaveginn

426
0
María Rúnarsdóttir viðskiptafræðingur hefur lengi verið sjálfstætt starfandi fjárfestir. mbl.is/Arnþór

Sum­arið 2021 hóf­ust fram­kvæmd­ir við tvö tíu íbúða fjöl­býl­is­hús á tveim­ur hæðum og tíu íbúða raðhús í Furu­gerði við Bú­staðaveg í Reykja­vík. Alls 30 íbúðir. Þær komu til sölu fyr­ir ára­mót og eru nú flest­ar seld­ar. Fé­lagið EA11 ehf. bygg­ir íbúðirn­ar en það er í eigu fjár­fest­inga­fé­lags­ins Umbru.

<>

María Rún­ars­dótt­ir, ann­ar eig­enda Umbru, tók á móti blaðamanni og ljós­mynd­ara í Furu­gerðinu en iðnaðar­menn eru að leggja loka­hönd á hús­in.

María er sjálf­stætt starf­andi fjár­fest­ir en hún hef­ur, eft­ir nám í viðskipta­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík og MBA-nám frá Tækni­há­skól­an­um í Massachusetts, MIT, komið að upp­bygg­ingu fast­eigna á Íslandi.

Furu­gerði 31-49. Hér smá sjá raðhús­in aust­ast á bygg­ing­ar­reitn­um. mbl.is/​Arnþór

Mörg járn í eld­in­um

„Að loknu námi kom ég heim og fór að vinna með Davíð Frey Al­berts­syni fé­laga mín­um í þess­um bygg­ing­ar­bransa. Við unn­um upp­haf­lega sam­an í fast­eigna­fé­lagi sem hét SMI en Davíð Freyr var fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins.

Við erum sam­an í þessu verk­efni hér í Furu­gerði; eig­um það sam­an en við erum með fjár­fest­inga­fé­lag sem heit­ir Umbra sem á þessi verk­efni. Við erum með fjög­ur verk­efni í gangi og Furu­gerðið er eitt af þeim. Við erum líka að byggja þrjú íbúðar­hús í Vog­um á Vatns­leysu­strönd, sam­tals 36 íbúðir sem standa við Grænu­borg 6, 10 og 14 og stór hluti af því er seld­ur.

Já­verk er að byggja það fyr­ir okk­ur en verk­efnið geng­ur vel. Við erum jafn­framt að fara af stað með tvö önn­ur stór verk­efni. Ann­ars veg­ar á Ártúns­höfða og hins veg­ar á Álfta­nesi. Við keypt­um lóð á Álfta­nesi fyr­ir að verða sex árum síðan en hún er við hliðina á hest­húsa­hverf­inu og heit­ir Víðiholt.“

mbl.is/​Arnþór

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út í gær, föstu­dag.

Heimild: Mbl.is