Home Fréttir Í fréttum Færðu Stein­dórs­reitinn upp um 750 milljónir

Færðu Stein­dórs­reitinn upp um 750 milljónir

550
0
Teikning frá +Arkitektum sem hönnuðu byggingarnar á Steindórsreitnum. Ljósmynd: +Arkitektar

Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson, tveir af aðaleigendum Re/Max, eignuðust helmingshlut í félagi sem á þróunarlóðina við Steindórsreitinn.

<>

Fjárfestingarfélagið IREF, í eigu Gunnars Sverris Harðarsonar og Þórarins Arnars Sævarssonar, eignaðist helmingshlut í félaginu U22 ehf. á síðasta ári en helsta eign síðarnefnda félagsins er þróunarlóð við Steindórsreit í Vesturbænum, sem hefur verið kallaður BYKO-reiturinn.

Á Steindórsreitnum, er leyfi til byggingar á um 7,6 þúsund fermetra íbúðarhúsnæðis auk atvinnurýma en um er að ræða byggingu þriggja húsa með 84 íbúðum og sameiginlegum bílakjallara. Framkvæmdir hófst haustið 2021 og áætlað er að þeim ljúki á næsta ári.

Eignabyggð ehf., í eigu Hannesar Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar, tók við eignarhaldi á U22 af fasteignafélaginu Kaldalóni haustið 2021 en eignin var hluti af endurgjaldi í kaupum Kaldalóns á atvinnuhúsnæði. IREF eignaðist svo helmingshlut í U22 á móti Eignabyggð í fyrra.

U22 hagnaðist um 746 milljónir árið 2022 sem má rekja til matsbreytingu á fasteignaverkefninu upp á 750 milljónir. Bókfært verð Steindórsreitsins að Sólvallagötu 79 var 3,4 milljarðar í lok síðasta árs.

Gunnar Sverrir Harðarson og Þórarinn Arnar Sævarsson.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Heimild: Vb.is