Skóflustunga hefur verið tekin að nýrri þjónustumiðstöð N1 að Flugvöllum í Reykjanesbæ.
Þetta verður stærsta stöð fyrirtækisins á Suðurnesjum og eina stöðin á Íslandi sem mun bjóða upp á dekkja- og smurþjónustu auk eldsneytis- og rafhleðslustöðva.
Áætlað er að framkvæmdum ljúki við stöðina í september næstkomandi, en þeim hafði verið frestað um nokkur ár vegna heimsfaraldursins.
Stöðin verður alls 1.370 fermetrar að stærð og áætlað er að við opnunina skapist tíu ný störf á Suðurnesjum, að því er segir í tilkynningu.
Heimild: Mbl.is