Home Fréttir Í fréttum Verður stærsta stöðin á Suðurnesjum

Verður stærsta stöðin á Suðurnesjum

117
0
Svona mun þjónustumiðstöðin líta út. Tölvuteiknuð mynd

Skóflu­stunga hef­ur verið tek­in að nýrri þjón­ustumiðstöð N1 að Flug­völl­um í Reykja­nes­bæ.

<>

Þetta verður stærsta stöð fyr­ir­tæk­is­ins á Suður­nesj­um og eina stöðin á Íslandi sem mun bjóða upp á dekkja- og smurþjón­ustu auk eldsneyt­is- og raf­hleðslu­stöðva.

Áætlað er að fram­kvæmd­um ljúki við stöðina í sept­em­ber næst­kom­andi, en þeim hafði verið frestað um nokk­ur ár vegna heims­far­ald­urs­ins.

Stöðin verður alls 1.370 fer­metr­ar að stærð og áætlað er að við opn­un­ina skap­ist tíu ný störf á Suður­nesj­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Heimild: Mbl.is