Mikil breyting hefur orðið á ásýnd stórhýsisins að Víðimel 29 undanfarin misseri. Tæp þrjú ár eru nú síðan endurbætur hófust á húsinu og þær hafa sannarlega skilað sínu. Eitt fallegasta húsið í Vesturbænum er smám saman að taka á sig rétta mynd.
Húsið hafði staðið autt um hríð eftir að kínverska sendiráðið var flutt þaðan árið 2012 og viðhaldi var ekki sinnt.
Því var það mörgum fagnaðarefni þegar í ljós kom að Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu hafði eignast húsið og boðaði gagngerar endurbætur haustið 2020.
„Þetta er myndarlegt hús og ég held að það verði mjög skemmtilegt þegar endurbótum er lokið,“ sagði Friðbert í samtali við Morgunblaðið á þeim tíma. Friðbert sagði í gær að hann byggist við að framkvæmdum við Víðimel 29 lyki í haust. Hann hyggst sjálfur búa á efstu hæðum hússins.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is