Home Fréttir Í fréttum Viðgerðir gætu kostað tvo til þrjá milljarða

Viðgerðir gætu kostað tvo til þrjá milljarða

189
0
Rannsóknir sýna fram á umtalsverðar rakaskemmdir á skólanum. Ljósmynd: Árni Sæberg

Framkvæmdir vegna rakaskemmda á húsnæði Menntaskólans við Sund gætu tekið rúm þrjú ár og kostað allt að þrjá milljarða króna.

<>

Rakaskemmdir á húsnæði Menntaskólans við Sund virðast talsvert umfangsmeiri en talið var í fyrstu samkvæmt nýju minnisblaði fasteignadeildar Framkvæmdasýslu Ríkiseigna (FSRE).

Ráðast þarf í umtalsverðar framkvæmdir vegna skemmda í eldri hluta byggingarinnar en þær framkvæmdir gætu tekið allt að 38 mánuði frá upphafi til enda.

Hönnunardrög að endurbótum liggja fyrir en fyrsta mat FSRE er að áætlaður kostnaður geti verið á bilinu tveir til þrír milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.

Heimild: Vb.is