Home Fréttir Í fréttum Rifu hluta af húsinu niður

Rifu hluta af húsinu niður

90
0
Frá vettvangi í morgun. Ljósmynd/Eva Björk

Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu er búið að rífa hluta af gamla slippn­um við Hafn­ar­fjarðar­höfn sem brann í gær og verður af­gang­ur­inn rif­inn í dag.

<>

Fyr­ir­tækið Fura mun sinna því verk­efni fyr­ir hönd trygg­inga­fé­lags, að sögn Lárus­ar Stein­dórs Björns­son­ar, varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Ljós­mynd/​Eva Björk

Slökkvi­starf­inu er lokið og verður ekk­ert viðbragð á staðnum í dag nema eld­ur komi upp. Slökkviliðið var að til klukk­an þrjú í nótt og tel­ur sig hafa slökkt all­ar glæður.

Ljós­mynd/​Eva Björk

Að sögn Lárus­ar Stein­dórs brunnu þrjár bygg­ing­ar sem eru sam­fast­ar og eru þær all­ar ónýt­ar. Næsta bygg­ing við hliðina, þar sem sigl­inga­klúbb­ur er til húsa, slapp al­veg.

Tækni­deild lög­regl­unn­ar mun rann­saka vett­vang­inn í dag. Óljóst er um elds­upp­tök.

Ljós­mynd/​Eva Björk
Ljós­mynd/​Eva Björk
Ljós­mynd/​Eva Björk

Heimild: Mbl.is