Home Fréttir Í fréttum Grófarhúsið kosti 5.450 milljónir

Grófarhúsið kosti 5.450 milljónir

146
0
Mynd: mbl.is/sisi

Kostnaður við end­ur­bygg­ingu Gróf­ar­húss, þar sem Borg­ar­bóka­safnið er til húsa, er áætlaður 5.450 millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram í svari sviðsstjóra menn­ing­ar- og íþrótta­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar við fyr­ir­spurn borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins.

<>

Fyr­ir­spurn­in var lögð fram í menn­ing­ar-, íþrótta- og tóm­stundaráði 24. mars sl. Svar Ei­ríks Björns Björg­vins­son­ar sviðsstjóra var lagt fram í ráðinu 21. apríl sl.

Þar kem­ur að frum­kostnaður verk­efn­is­ins var áætlaður 4.400 millj­ón­ir króna á verðlagi í júní 2020. Hafa beri í huga að á þessu stigi hönn­un­ar séu vik­mörk enn mik­il vegna óvissuþátta. Gera megi ráð fyr­ir að þau séu plús 50%/​mín­us 15%.

Í bók­un þökkuðu full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir grein­argott svar við fyr­ir­spurn­inni. Sam­kvæmt svar­inu nemi frum­kostnaðaráætl­un verk­efn­is­ins 4.400 millj­ón­um króna eða 5.449 millj­ón­um miðað við nú­gild­andi bygg­ing­ar­vísi­tölu (apríl 2023). Hafa beri í huga að á þessu stigi hönn­un­ar eru vik­mörk enn mik­il vegna óvissuþátta.

Svar­tími til fyr­ir­mynd­ar
„Reynsl­an hef­ur kennt borg­ar­full­trú­um að bú­ast bein­lín­is við því að kostnaður við slík end­ur­bygg­ing­ar­verk­efni fari hressi­lega fram úr áætl­un­um. Gangi það eft­ir gæti kostnaður­inn numið 8.174 millj­ón­um króna miðað við fram­lagða frum­kostnaðaráætl­un.

Þá er rétt að geta þess að í of­an­greinda tölu vant­ar kostnað við hönn­un um­ræddr­ar viðbygg­ing­ar að inn­an en sá verkþátt­ur hef­ur ekki enn verið kostnaðarmet­inn. Fyr­ir­spurn­in var lögð fram í ráðinu 24. mars sl. og er til fyr­ir­mynd­ar að svarið berst inn­an við mánuði síðar. Svona eiga sviðsstjór­ar að vera,“ sögðu full­trú­arn­ir í bók­un­inni.

Heimild: Mbl.is