Home Fréttir Í fréttum Öryggi flugvallarins ógnað

Öryggi flugvallarins ógnað

102
0
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir mikil vonbrigði að hefja eigi framkvæmdir. Samsett mynd

„Það eru mik­il von­brigði að það eigi að hefja fram­kvæmd­ir við nýja byggð í Skerjaf­irði þegar það ligg­ur fyr­ir að það hef­ur nei­kvæð áhrif á rekst­ur og ör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir.

<>

„Eins og innviðaráðherra hef­ur sagt þá ligg­ur fyr­ir að flug­völl­ur­inn verður mik­il­væg­ur fyr­ir innviði lands­ins næstu ára­tug­ina, bæði sem miðstöð inn­an­lands­flugs og vara­flug­völl­ur fyr­ir milli­landa­flug. Á und­an­förn­um árum hef­ur verið þrengt að vell­in­um með bygg­ing­um og því er mik­il­vægt að ekki verði stig­in frek­ari skref í þá átt.

Við treyst­um því að stjórn­völd, Reykja­vík­ur­borg og Isa­via hafi gott sam­ráð við flugrekstr­araðila á flug­vell­in­um áður en óaft­ur­kræf­ar fram­kvæmd­ir verða sett­ar í gang sem hafa áhrif á ör­yggi og rekstr­ar­hæfi.“

Í ný­út­gef­inni skýrslu um flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar seg­ir að byggð í Skerjaf­irði myndi að óbreyttu þrengja að og skerða not­hæfi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar vegna breyt­inga á vindafari. Innviðaráðuneytið og Reykja­vík­ur­borg hafa tekið ákvörðun um að haf­ist verði handa við jarðvegs­fram­kvæmd­ir og þar með und­ir­bún­ing upp­bygg­ing­ar í Nýja Skerjaf­irði.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is