Home Fréttir Í fréttum Málstofa NLSH um lækningatæki í meðferðarkjarna

Málstofa NLSH um lækningatæki í meðferðarkjarna

69
0
Mynd: NLSH.is

Þann 27. apríl var haldin málstofa NLSH um lækningatæki í nýjan meðferðarkjarna. Fyrirlesari var frá norska ráðgjafafyrirtækninu Nosyko í Osló. Nosyko er sérhæft ráðgjafafyrirtæki á sviði heilbrigðistækni og er ráðgjafi við flest nýbyggingarverkefni sjúkrahúsa í Noregi svo sem háskólasjúkrahúsið í Osló, nýtt sjúkrahús í Drammen og háskólasjúkrahúsið í Stavanger.

<>

Á málstofunni kynnti Charlotte Kile Larsen. frá Nosyko, rýni fyrirtækisins á áætlun um lækningatæki í nýjan meðferðarkjarna. Charlotte kynnti samanburð við önnur sambærileg sjúkrahúsverkefni og endurskoðaða áætlun um stofnkostnað lækningatækjanna.

Mynd: NLSH.is

„Hjá NLSH, í samstarfi við Landspítala, hefur verið unnið að skráningu lækningatækja í gagnagrunn sem nefnist dRofus. Það eru um 7.000 lækningatæki meðferðarkjarnans skráð í dRofus.

Nosyko hefur rýnt skráninguna í dRofus og lagt til ýmsar betrumbætur. Stofnverð lækningatækja meðferðarkjarnans er í heildina 17,6 milljarðar og má gera ráð fyrir að kaupa þurfi inn um 75% af þeirri upphæð en að afgangurnn komi með starfseminni við flutning.

Það skiptir miklu máli að fá þetta gæðamat á skráningu lækningatækjanna frá Nosyko og kostnaðaráætlun. Samanburður við önnur sambærileg byggingarverkefni háskólasjúkrahúsa er líka mikilvægur,“ segir Ingólfur Þórisson sviðsstjóri tækni- og þróunarsviðs NLSH.

Heimild: NLSH.is